Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 09:30 Vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV, sem eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í tólf klukkustundir í dag. Grafík/Hjalti Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði