Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Ari Brynjólfsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Arkitektastofan sem hannaði Gardens by the Bay í Singapore, sem er öllu stærra í sniðum, kemur að verkefni ALDIN Biodome. Nordicphotos/Getty Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira