Úranagnir fundust á leynilegum stað í Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:10 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sýnir mynd af Tehran og bendir á það svæði sem hann telur kjarnorkuvopn vera geymd í leyni á fundi Sameinuðu þjóðanna. getty/John Moore Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í leynilegri skýrslu, sem BBC barst, sagði ekki nákvæmlega hvar starfsstöðin er staðsett en talið er að rannsakendur hafi tekið sýnin í Truquzabad hverfinu í Tehran. Banjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur haldið því fram að þar hafi Íran haft leynilegt „kjarnorkuvöruhús.“ Því hefur áður verið haldið fram að vöruhúsið hafi verið teppahreinsunarverskmiðja og hafi ekki þjónað neinu leynilegu hlutverki. Skýrsla IAEA staðfesti það einnig að Íran hafi hafið auðgun úrans að nýju í Fordo verksmiðjunni, sem staðsett er neðanjarðar, og hafi þar með brotið enn eina skuldbindinguna í kjarnorkusamningi sem skrifað var undir árið 2015 ásamt fleiri stórveldum. Auðgað úran er hægt að nota sem eldsneyti fyrir kjarnakljúfa en það er einnig hægt að nota í kjarnorkuvopn. Þrjú ríki sem eru aðilar að samningnum, Frakkland, Bretland og Þýskaland, sögðust vera „mjög áhyggjufull“ vegna ákvörðunar Íran og vöruðu við því að þetta gerði tilraunir þeirra til að minnka spennu á svæðinu mun erfiðari. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í síðustu viku að verið væri að bregðast við viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin hafa sett á Íran eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði samningnum upp í fyrra og olli því að íranskur olíuflutningur hefur staðnað. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Ísrael Þýskaland Tengdar fréttir Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í leynilegri skýrslu, sem BBC barst, sagði ekki nákvæmlega hvar starfsstöðin er staðsett en talið er að rannsakendur hafi tekið sýnin í Truquzabad hverfinu í Tehran. Banjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur haldið því fram að þar hafi Íran haft leynilegt „kjarnorkuvöruhús.“ Því hefur áður verið haldið fram að vöruhúsið hafi verið teppahreinsunarverskmiðja og hafi ekki þjónað neinu leynilegu hlutverki. Skýrsla IAEA staðfesti það einnig að Íran hafi hafið auðgun úrans að nýju í Fordo verksmiðjunni, sem staðsett er neðanjarðar, og hafi þar með brotið enn eina skuldbindinguna í kjarnorkusamningi sem skrifað var undir árið 2015 ásamt fleiri stórveldum. Auðgað úran er hægt að nota sem eldsneyti fyrir kjarnakljúfa en það er einnig hægt að nota í kjarnorkuvopn. Þrjú ríki sem eru aðilar að samningnum, Frakkland, Bretland og Þýskaland, sögðust vera „mjög áhyggjufull“ vegna ákvörðunar Íran og vöruðu við því að þetta gerði tilraunir þeirra til að minnka spennu á svæðinu mun erfiðari. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í síðustu viku að verið væri að bregðast við viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin hafa sett á Íran eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði samningnum upp í fyrra og olli því að íranskur olíuflutningur hefur staðnað.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Ísrael Þýskaland Tengdar fréttir Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13
Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12