Hjó hausinn af ketti með öxi og lét ófriðlega Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 16:09 Maðurinn reif til sín köttinn, fór með hann niður í kjallara og hjó þar af honum hausinn. (Hin samsetta mynd tengist fréttinni ekki beint.) Maður nokkur var dæmdur fyrir að ryðjast inn á heimili barnsmóður sinnar, grípa kött sinn sem þar var, hafa hann með sér niður í kjallara og höggva þar af honum hausinn. Maðurinn hlaut fyrir þetta dóm sem féll í Héraðsdómi Austurlands 28. október, sem nemur tveggja mánaða skilorðsbundinni fangelsisvist og að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Í dómsorði er ákæra lögreglustjórans á Austurlandi tíunduð, að hann sé sakaður um húsbrot, eignaspjöll og brot gegn lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð gæludýra. Maðurinn ruddist inn í íbúð barnsmóður sinnar fyrir hádegi 6. júní í sumar með því að brjóta upp útidyrahurð og fara í framhaldi inn í íbúðina. Þar tók hann kött sem ákærði átti í íbúðinni og fór með hann niður í kjallara hússins og hjó af honum hausinn með öxi. Þetta gerði hann „án þess að leita til dýralæknis til að aflífa köttinn, án þess að svipta köttinn meðvitund fyrir aflífun og því ekki gætt að því að forðast að valda kettinum óþarfa þjáningum og hræðslu.“ Ákærði játaði skýlaust sakargiftir og verknaðarlýsingu og telur dómari enga ástæðu til að efast um þá háttsemi sem í ákæru er svo lýst. Dómarinn dæmdi manninn því sekan og segir háttsemi hans afar ófyrirleitna. Vímuáhrif hans á verknaðarstundu eru ekki metin honum til afsökunar en þó sé vert að líta til iðrunar og undabragðalausrar játningar. Dómsmál Dýr Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Maður nokkur var dæmdur fyrir að ryðjast inn á heimili barnsmóður sinnar, grípa kött sinn sem þar var, hafa hann með sér niður í kjallara og höggva þar af honum hausinn. Maðurinn hlaut fyrir þetta dóm sem féll í Héraðsdómi Austurlands 28. október, sem nemur tveggja mánaða skilorðsbundinni fangelsisvist og að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Í dómsorði er ákæra lögreglustjórans á Austurlandi tíunduð, að hann sé sakaður um húsbrot, eignaspjöll og brot gegn lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð gæludýra. Maðurinn ruddist inn í íbúð barnsmóður sinnar fyrir hádegi 6. júní í sumar með því að brjóta upp útidyrahurð og fara í framhaldi inn í íbúðina. Þar tók hann kött sem ákærði átti í íbúðinni og fór með hann niður í kjallara hússins og hjó af honum hausinn með öxi. Þetta gerði hann „án þess að leita til dýralæknis til að aflífa köttinn, án þess að svipta köttinn meðvitund fyrir aflífun og því ekki gætt að því að forðast að valda kettinum óþarfa þjáningum og hræðslu.“ Ákærði játaði skýlaust sakargiftir og verknaðarlýsingu og telur dómari enga ástæðu til að efast um þá háttsemi sem í ákæru er svo lýst. Dómarinn dæmdi manninn því sekan og segir háttsemi hans afar ófyrirleitna. Vímuáhrif hans á verknaðarstundu eru ekki metin honum til afsökunar en þó sé vert að líta til iðrunar og undabragðalausrar játningar.
Dómsmál Dýr Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira