Ráðherra sagður hafa óskað eftir því að hákarlinn verði rekinn Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 23:52 WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk. Vísir/Hafsteinn Leon Jooste, ráðherra ríkisfyrirtækja í Namibíu, er sagður hafa óskað eftir því við Albert Kawana, nýráðinn sjávarútvegsráðherra landsins, að hann leysi James Hatuikulipi, stjórnarformann Fishcor, frá störfum. Namibíska dagblaðið Namibian Sun greinir frá þessu. Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku sinnar í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta þar í landi.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefHatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014. Fishcor sér um að útdeila kvóta í Namibíu og hefur Hatuikulipi verið áberandi í umfjöllun um starfsemi Samherja í landinu. Er hann sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögn sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Greint var frá því á vef RÚV í kvöld að Hatuikulipi hafi í dag sagt upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor. Shangala og Esau hafa báðir sagt af sér embætti í kjölfar umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. JUST IN: Public enterprises minister Leon Jooste, in a letter today to new acting minister of fisheries Albert Kawana, has asked for the removal Fishcor chair James Hatuikulipi and CEO Mike Nghipunya. The pair is cited in an international fishing quota bribery probe. pic.twitter.com/8KO9NIxB3C— Namibian Sun (@namibiansun) November 14, 2019 Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Leon Jooste, ráðherra ríkisfyrirtækja í Namibíu, er sagður hafa óskað eftir því við Albert Kawana, nýráðinn sjávarútvegsráðherra landsins, að hann leysi James Hatuikulipi, stjórnarformann Fishcor, frá störfum. Namibíska dagblaðið Namibian Sun greinir frá þessu. Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku sinnar í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta þar í landi.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefHatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014. Fishcor sér um að útdeila kvóta í Namibíu og hefur Hatuikulipi verið áberandi í umfjöllun um starfsemi Samherja í landinu. Er hann sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögn sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Greint var frá því á vef RÚV í kvöld að Hatuikulipi hafi í dag sagt upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor. Shangala og Esau hafa báðir sagt af sér embætti í kjölfar umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. JUST IN: Public enterprises minister Leon Jooste, in a letter today to new acting minister of fisheries Albert Kawana, has asked for the removal Fishcor chair James Hatuikulipi and CEO Mike Nghipunya. The pair is cited in an international fishing quota bribery probe. pic.twitter.com/8KO9NIxB3C— Namibian Sun (@namibiansun) November 14, 2019
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30