Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Farage var reiður í hnefaleikahringnum. Flokkur hans mælist með hluta þess fylgis sem áður var. Nordicphotos/EPA „Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
„Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56
Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15
Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13