Fólki gert auðveldara að byggja við húsnæði sitt eða breyta því Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2019 20:22 Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira