Samgöngusáttmálinn og samstaðan í þágu íbúa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 18. nóvember 2019 07:30 Ánægjulegt var að finna þann meðbyr sem hugmyndir Viðreisnar nutu á aðalfundi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór nýverið. Hugmyndir um gagnsæi og lýðræði, þar sem samtal bæjarfulltrúa þvert á flokka er styrkt á vettvangi samtakanna með það að markmiði að styðja við og ná fram frekari framþróun á þessu mikilvæga svæði, þar sem þorri landsmanna velur sér búsetu. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru miklir og mikilvægir fyrir vaxandi íbúabyggð, sem vill og þarf að vera samkeppnishæf jafnt innanlands sem utan. Samgöngumál er eitt stærsta málið sem sameinar okkur, á því leikur enginn vafi. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu veljum okkur búsetu út frá ólíkum forsendum. Þjónusta við börn skiptir barnafjölskyldur óneitanlega mjög miklu máli, skólaval, íþrótta- og tómstundastarf sem styður við þroska barna er þar í forgrunni á meðan fjarlægðin að heiman til vinnu skiptir aðra meira máli, enda tíminn dýrmætur fyrir okkur öll. Þá skipta almenningssamgöngur gríðarlega miklu máli. Sumir nýta þær nú þegar. Aðrir velja einkabílinn sem sinn samgöngumáta, en eru fúsir til að velja almenningssamgöngur, ef þær mæta þörfum þeirra. Því er það mikið fagnaðarefni þegar ólík sjónarmið og áherslur hvað varðar samgöngur ná saman í heildstæðri leið sem mun auka lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu til muna. Þá er vert að nefna sérstaklega hversu mikilvægt það er að okkur hafi tekist að sýna framsýni í ákvörðunum, með hag kynslóðanna sem á eftir koma í forgrunni. Breyttar samgönguvenjur ungs fólks eru staðreynd og þá þróun má ekki vanmeta. Fleiri en nokkru sinni velja hjólreiðar sem samgöngumáta. Hjólastígar hafa þegar fengið meira rými og haldið verður áfram að styðja við þann valkost til samgangna. Ungu fólki verður sem betur fer sífellt meira umhugað um umhverfismál. Það sér í hendi sér að það sjálft verði að bregðast við og spyrna við fótum. Loftslagsbreytingar eru þegar staðreynd, en ekki vandi komandi kynslóða. Því skiptir öllu máli að viðhorf ungs fólks séu endurspegluð í ákvarðanatöku í jafn stóru máli og framtíðarskipan almenningssamgangna er.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt var að finna þann meðbyr sem hugmyndir Viðreisnar nutu á aðalfundi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór nýverið. Hugmyndir um gagnsæi og lýðræði, þar sem samtal bæjarfulltrúa þvert á flokka er styrkt á vettvangi samtakanna með það að markmiði að styðja við og ná fram frekari framþróun á þessu mikilvæga svæði, þar sem þorri landsmanna velur sér búsetu. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru miklir og mikilvægir fyrir vaxandi íbúabyggð, sem vill og þarf að vera samkeppnishæf jafnt innanlands sem utan. Samgöngumál er eitt stærsta málið sem sameinar okkur, á því leikur enginn vafi. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu veljum okkur búsetu út frá ólíkum forsendum. Þjónusta við börn skiptir barnafjölskyldur óneitanlega mjög miklu máli, skólaval, íþrótta- og tómstundastarf sem styður við þroska barna er þar í forgrunni á meðan fjarlægðin að heiman til vinnu skiptir aðra meira máli, enda tíminn dýrmætur fyrir okkur öll. Þá skipta almenningssamgöngur gríðarlega miklu máli. Sumir nýta þær nú þegar. Aðrir velja einkabílinn sem sinn samgöngumáta, en eru fúsir til að velja almenningssamgöngur, ef þær mæta þörfum þeirra. Því er það mikið fagnaðarefni þegar ólík sjónarmið og áherslur hvað varðar samgöngur ná saman í heildstæðri leið sem mun auka lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu til muna. Þá er vert að nefna sérstaklega hversu mikilvægt það er að okkur hafi tekist að sýna framsýni í ákvörðunum, með hag kynslóðanna sem á eftir koma í forgrunni. Breyttar samgönguvenjur ungs fólks eru staðreynd og þá þróun má ekki vanmeta. Fleiri en nokkru sinni velja hjólreiðar sem samgöngumáta. Hjólastígar hafa þegar fengið meira rými og haldið verður áfram að styðja við þann valkost til samgangna. Ungu fólki verður sem betur fer sífellt meira umhugað um umhverfismál. Það sér í hendi sér að það sjálft verði að bregðast við og spyrna við fótum. Loftslagsbreytingar eru þegar staðreynd, en ekki vandi komandi kynslóða. Því skiptir öllu máli að viðhorf ungs fólks séu endurspegluð í ákvarðanatöku í jafn stóru máli og framtíðarskipan almenningssamgangna er.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun