En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Þjóðskrá, að skrásetja skyldi alla Íslendinga Siggeir F. Ævarsson skrifar 19. nóvember 2019 08:30 Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Skattar og tollar Trúmál Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun