Innleiðing 5G getur stórlega fækkað slysum í umferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Vísir/Vilhelm Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035. Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035.
Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira