Vilja stytta grunnskólanámið Jón Þórisson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Krakkar við nám í Melaskóla, grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. vísir/vilhelm Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira