Vilja stytta grunnskólanámið Jón Þórisson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Krakkar við nám í Melaskóla, grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. vísir/vilhelm Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Meðal tillagna sem kynntar verða á fundi Samtaka atvinnulífsins í dag er að stytta grunnskólanám hér á landi, þannig að í stað tíu ára verði grunnskólanám níu ár. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að styttingin komi ekki niður á námsefninu heldur verði sumarleyfi grunnskólabarna stytt úr rúmlega tíu vikum í um það bil sjö vikur. „Megindrifkrafturinn að baki þessari tillögu í okkar huga er að bæta námsárangur. Erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og hér þekkjast hafa slæm áhrif á námsárangur grunnskólabarna og það á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og einn höfunda skýrslu þar sem 30 tillögur eru gerðar um úrbætur á menntakerfinu. „En auðvitað skemmir ekki fyrir að þetta hefði mörg önnur jákvæð áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á kennurum, þá myndi í þessu felast sparnaður sem væri þá hægt að nota í skólakerfinu til að bæta það enn frekar, þannig að við sjáum margþættar jákvæðar afleiðingar af þessu.“ Meðal annarra tillagna Samtaka atvinnulífsins í menntamálum er sameining háskóla. „Árið 2009 var lagt til að Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskólinn yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki hafi orðið meira úr því. Hann segir að árið 2010 hafi verið lagt til að Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekkert hafi heldur orðið úr því. „Við teljum rétt að í stað þess að festast í einstökum útfærslum yrði þetta skoðað heildstætt og leggjum til að ráðherra skipi nefnd sem myndi skoða alla háskólana og undanskilja ekkert í því sambandi.“ Hann segir þróunina í Evrópu á þann veg að skólum hafi verið fækkað fyrst og fremst til að bæta gæði bæði náms og rannsókna og það hafi gefið góða raun. „Okkur finnst blasa við að sjö háskólar í jafn litlu landi og Íslandi sé of mikið.“ Aðrar tillögur sem kynntar verða á fundinum eru að tryggja leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi, að sama fjárhæð verði greidd vegna grunnskólabarna óháð rekstrarformi skólanna sem þau sækja og að teknar verði upp fjöldatakmarkanir í háskóla að norrænni fyrirmynd. Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á fundinum eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, og Fjölnir Brynjarsson kennaranemi.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira