Play útskýrir frímiðaleikinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 10:45 Frímiðarnir verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins. Skjáskot/flyplay.com Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. Þúsund flugmiðar verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins og er ætlun frímiðaleitarinnar að kynna fólk betur fyrir kerfinu, að sögn upplýsingafulltrúa Play. Skráning á póstlista flugfélagsins er ekki forsenda fyrir þátttöku í flugmiðaleitinni. Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, greindi frá leiknum á blaðamannafundi félagsins á þriðjudag, um leið og hann kynnti vefsíðu Play til leiks. „Við ætlum til að byrja með að gefa þúsund flugmiða, hvorki meira né minna, til allra áfangastaða sem við erum að bjóða upp á. Við hvetjum alla til að fara inn á Flyplay.com, skrá sig og þá verðið þið fyrst í röðinni til þess að vita af því hvenær salan hefst og fyrst í röðinni til þess að komast inn og leita að frímiðunum til þeirra borga sem þið viljið fara til.“ Vonir standa til að sala flugmiða og um leið leitin að frímiðunum hefjist núna í nóvember.Eins og fram kom í tilkynningu Play í gær höfðu um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista flugfélagsins á þeim sólarhring sem liðinn var frá opnun vefsíðunnar flyplay.com. Ljóst er að áhuginn á flugfélaginu og frímiðunum er því nokkur. Þátttaka í flugmiðaleitinni er þó ekki einungis fyrir þau sem skrá sig á póstlistann, að sögn Maríu Margrétar Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play. Þegar Vísir spurði Maríu Margréti hvenær til stæði að draga út sigurvegara í frímiðaleiknum var hún fljót að leiðrétta blaðamann. „Það verður sem sagt ekki dregið. Fólk fer inn á bókunarsíðuna þegar hún opnar og leitar að fargjaldinu, sem verður núll krónur.“Þannig að þetta er í raun einhvers konar páskaeggjaleit?„Já, í rauninni. Þannig að þetta [núll krónu fargjaldið] liggur bara þarna á lausu þar sem fólk getur fundið það.“Draumasýnin tilbúin María Margrét sagði við Fréttablaðið að ástæðan fyrir því að gefa miðana þúsund væri því í raun tvíþætt. Leikurinn gæfi fólki færi á að „prófa vöruna okkar,“ auk þess sem hávetur væri alla jafna ekki háannatími hjá flugfélögum. Það gæfi Play færi á að „gera eitthvað skemmtilegt“ með viðskiptavinum sínum. Forstjórinn Arnar Már sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að bókunarkerfið væri tilbúið. Það hafi verið unnið algjörlega frá grunni og byggi því ekki á bókunarkerfi hins fallna WOW air. „Í rauninni var búin til vara sem var okkar draumasýn á bókunarferli og það hefur heppnast ótrúlega vel,“ sagði Arnar og bætti við að Flyliðar hlakki til „leyfa viðskiptavinum að líta inn í þá heima.“ Fréttir af flugi Neytendur Play Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. Þúsund flugmiðar verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins og er ætlun frímiðaleitarinnar að kynna fólk betur fyrir kerfinu, að sögn upplýsingafulltrúa Play. Skráning á póstlista flugfélagsins er ekki forsenda fyrir þátttöku í flugmiðaleitinni. Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, greindi frá leiknum á blaðamannafundi félagsins á þriðjudag, um leið og hann kynnti vefsíðu Play til leiks. „Við ætlum til að byrja með að gefa þúsund flugmiða, hvorki meira né minna, til allra áfangastaða sem við erum að bjóða upp á. Við hvetjum alla til að fara inn á Flyplay.com, skrá sig og þá verðið þið fyrst í röðinni til þess að vita af því hvenær salan hefst og fyrst í röðinni til þess að komast inn og leita að frímiðunum til þeirra borga sem þið viljið fara til.“ Vonir standa til að sala flugmiða og um leið leitin að frímiðunum hefjist núna í nóvember.Eins og fram kom í tilkynningu Play í gær höfðu um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista flugfélagsins á þeim sólarhring sem liðinn var frá opnun vefsíðunnar flyplay.com. Ljóst er að áhuginn á flugfélaginu og frímiðunum er því nokkur. Þátttaka í flugmiðaleitinni er þó ekki einungis fyrir þau sem skrá sig á póstlistann, að sögn Maríu Margrétar Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play. Þegar Vísir spurði Maríu Margréti hvenær til stæði að draga út sigurvegara í frímiðaleiknum var hún fljót að leiðrétta blaðamann. „Það verður sem sagt ekki dregið. Fólk fer inn á bókunarsíðuna þegar hún opnar og leitar að fargjaldinu, sem verður núll krónur.“Þannig að þetta er í raun einhvers konar páskaeggjaleit?„Já, í rauninni. Þannig að þetta [núll krónu fargjaldið] liggur bara þarna á lausu þar sem fólk getur fundið það.“Draumasýnin tilbúin María Margrét sagði við Fréttablaðið að ástæðan fyrir því að gefa miðana þúsund væri því í raun tvíþætt. Leikurinn gæfi fólki færi á að „prófa vöruna okkar,“ auk þess sem hávetur væri alla jafna ekki háannatími hjá flugfélögum. Það gæfi Play færi á að „gera eitthvað skemmtilegt“ með viðskiptavinum sínum. Forstjórinn Arnar Már sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að bókunarkerfið væri tilbúið. Það hafi verið unnið algjörlega frá grunni og byggi því ekki á bókunarkerfi hins fallna WOW air. „Í rauninni var búin til vara sem var okkar draumasýn á bókunarferli og það hefur heppnast ótrúlega vel,“ sagði Arnar og bætti við að Flyliðar hlakki til „leyfa viðskiptavinum að líta inn í þá heima.“
Fréttir af flugi Neytendur Play Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25