Ummæli ráðuneytisstjóra ekki í anda Framsóknar og ríkisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 12:22 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36