Misskilningur Stúdentaráðs? Marinó Örn Ólafsson skrifar 7. nóvember 2019 14:45 Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar