Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2019 08:30 Þorsteinn var fluttur af Sogni á Litla-Hraun sem er öryggisfangelsi. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira