Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2019 18:45 Nokkuð líklegt er að útgöngumálið verði til umræðu í kosningabaráttunni. AP/Kirsty Wigglesworth Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“ Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira