Barátta háskóla fyrir aðgangi að eigin rannsóknum Þórný Hlynsdóttir skrifar 23. október 2019 12:30 Þessa viku er vika opins aðgangs um allan heim og mýmörg háskólabókasöfn eru að vekja athygli á aðstöðumun sínum í viðskiptum við útgáfurisa fræðibóka og vísindagreina. Baráttan fyrir opnum aðgangi á sér orðið nokkuð langa sögu og er um margt flókin. Meðal annars vegna stærðarmunar útgáfufyrirtækjanna sem í samanburði við háskólabókasöfn sem eru eins og putar í samanburði við þann Gúllíver sem fyrirtæki á borð við Elsevier eru. Í heimildarmyndinni Paywall frá í fyrra kom í ljós að útgáfurisinn Elsevier reiðir sig á rúmlega 25 milljarða dollara framlög frá háskólum um allan heim fyrir birtingar í viðurkenndum vísindatímaritum. Framlegð eins og þessi þekkist t.d. ekki hjá stærstu tækniþróunarfyrirtækjunum eins og Apple, Facebook og Google og þessi tiltekni útgefandi er ekki einn, þeir eru margir sem hafa helgað sig útgáfu vísindagreina sem fræðimenn háskólanna framleiða. Enda um auðugan garð að gresja því þeir selja háskólunum rannsóknir sínar aftur og verðið hækkar ár frá ári. Hvernig geta háskólarnir og bókasöfn þeirra brugðist við þessum aðstæðum? Því er ekki auðsvarað þar sem rannsóknir háskólanna byggja á því að vísindamenn hafi aðgang að rannsóknum annarra í faginu. Í þeirra huga er það meginhlutverk háskólabókasafna að veita þeim sem mestan aðgang til þess að þeir hafi ávallt aðgang að nýjustu rannsóknum í virtustu tímaritum heims. Og þeir keppast um að fá niðurstöður sinna rannsókna birtar þar því stigamatskerfi háskólanna umbunar þeim í takt við virðingarkerfi tímarita, því virtara, því betri umbun. Já umbun, því þetta hefur bein áhrif á launin þeirra og virðingu innan fræðamannasamfélagsins. Háskólabókasöfn hafa lengi vel unnið að markmiðum opins aðgangs, þannig að rannsóknir sem gerðar eru fyrir opinbert fé, séu aðgengilegar án hindrana. Langt er síðan háskólabókasöfn komu á fót skráningum í sín eigin rafræn varðveislukerfi sem eru öllum opin. Á Íslandi er búið að vinna að því jafnt og þétt frá árinu 2008 þegar Skemmunni var komið á fót en það var fyrsta íslenska varðveislusafnið sem háskólarnir sameinuðust um að reka, fljótlega varð Skemman þó eingöngu að safni fyrir lokaritgerðir háskólanna. Árið 2016 var því öðru rafrænu varðveislusafni komið á fót með það að meginmarkmiði að skrá vísindagreinar eftir íslenska fræðimenn, „Opin vísindi“ er einnig samstarfsverkefni allra íslensku háskólanna. Yfirlýst markmið safnsins er að safninu er „ætlað að tryggja aðgang að útgefnu vísindaefni íslensks rannsóknasamfélags um ókomna tíð“, Afhverju? Til þess að tryggja að háskólarnir þurfi ekki seinna meir að borga fleiri milljónir, hundruði milljóna fyrir að fá aðgang að rannsóknum íslenskra vísindamanna.Flækjustigið hækkar Birtingar samþykktra greina til útgáfu í opnu varðveislusafni háskóla eru háðar leyfi útgefenda, sumir heimila eingöngu „pre-print“ eða „post-print“ útgáfu af innsendum greinum, en heimila ekki birtingu á greinum sem búið er að merkja því tímariti sem samþykkir greinina til birtingar og kaupir af vísindamanninum höfundarrétt hans. Já, því miður. Með slíkum samningum hafa höfundar greina ekki lengur leyfi til að birta PDF útgáfur útgefenda greina sinna. Að baki hverri birtingu í rafrænu varðveislusafni fer því fram mikil vinna við að finna út hvaða eintak af grein megi birta, oft er ekki til önnur gerð en PDF útgáfa útgefandans og þá þarf stundum að semja um birtingargjald við þá. Birtingargjald? Já, mótsvar útgefenda við kröfu um að birta í opnum aðgangi er háð því að höfundur greiði sérstaklega fyrir slíka birtingu sjálfur og þau gjöld eru afar mismunandi, oft á tíðum mjög há. En hvað ef tímaritið er nú þegar í áskrift háskóla fræðimannsins? Er þá ekki verið að tvígreiða fyrir aðganginn? Í Kaupmannahafnarháskóla er verið að rannsaka hvaða tímarit taka birtingargjöld fyrir opinn aðgang og hvort þau tímarit séu líka í áskrift bókasafns skólans. Þannig að verið sé að greiða áskriftargjald og birtingargjald fyrir sama hlut, tvisvar! Íslensku háskólabókasöfnin eru að vinna að því að geta beitt slíkum rannsóknaraðferðum á þau tímarit sem keypt eru.Mögulegar leiðir út úr flækjunni Háskólabókasöfn geta unnið að því að bæta niðurstöður leitarvéla sinna þannig að þær beini notendum frekar í efni í opnum aðgangi en því sem greitt er fyrir. Þau geta unnið að því að fræða og hvetja til slíkra birtinga. Þau munu halda áfram að skrásetja það sem hægt er í opnum aðgangi. Þau geta rannsakað hversu mikið greitt er í birtingargjöld til útgefenda. Þau geta rannsakað notkun á áskriftartímaritum og endurskoðað þær þegar þörf krefur og nýtt fjárveitingar sínar eins skilmerkilega og unnt er. Þetta mjakast, en gengur frekar hægt. Víða gætir orðið óþreyju í hve hægt gengur og háskólabókasöfn í Evrópu hafa undanfarið helst beint spjótum sínum að útgáfurisanum Elsevier og neituðu bæði sænsk og þýsk háskólabókasöfn að kaupa aðgang að stórum pakka tímarita frá Elsevier í fyrra og leita nú annarra leiða til að veita notendum sínum aðgang að tímaritagreinum. En það þarf líka að endurskoða hvað liggur til grundvallar stigamats í framgangskerfum skólanna og auka þar vægi greinabirtinga í opnum aðgangi. Það er hægt að nota Web of Science stigareiknirinn á tímarit í opnum aðgangi á sama hátt og hefðbundin tímarit og fleiri tæki. Margir rannsóknarsjóðir eins og H2020 og FP7 hjá Evrópusambandinu gera orðið kröfu um að rannsóknir fjármagnaðar af þeim skulu birtar í opnum aðgangi. Og ríkisstjórnir landa þurfa einnig að leggja hönd á plóg og gera það að opinberri stefnu sinni að rannsóknir unnar fyrir opinbert fé skuli gerðar aðgengilegar eins og Frakkland gerði í fyrra og unnið er að slíkri stefnu fyrir Ísland í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kannski eru háskólar á Íslandi að bíða eftir þeirri stefnu til að geta uppfært sínar, endurskoðað stigamatskerfi eða samið nýjar stefnur um opinn aðgang eða opin vísindi. Hvað sem því líður eru háskólabókasöfnin tilbúin að leiðbeina, fræða og skrásetja rannsóknir íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi.Höfundur er upplýsingafræðingur og forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þessa viku er vika opins aðgangs um allan heim og mýmörg háskólabókasöfn eru að vekja athygli á aðstöðumun sínum í viðskiptum við útgáfurisa fræðibóka og vísindagreina. Baráttan fyrir opnum aðgangi á sér orðið nokkuð langa sögu og er um margt flókin. Meðal annars vegna stærðarmunar útgáfufyrirtækjanna sem í samanburði við háskólabókasöfn sem eru eins og putar í samanburði við þann Gúllíver sem fyrirtæki á borð við Elsevier eru. Í heimildarmyndinni Paywall frá í fyrra kom í ljós að útgáfurisinn Elsevier reiðir sig á rúmlega 25 milljarða dollara framlög frá háskólum um allan heim fyrir birtingar í viðurkenndum vísindatímaritum. Framlegð eins og þessi þekkist t.d. ekki hjá stærstu tækniþróunarfyrirtækjunum eins og Apple, Facebook og Google og þessi tiltekni útgefandi er ekki einn, þeir eru margir sem hafa helgað sig útgáfu vísindagreina sem fræðimenn háskólanna framleiða. Enda um auðugan garð að gresja því þeir selja háskólunum rannsóknir sínar aftur og verðið hækkar ár frá ári. Hvernig geta háskólarnir og bókasöfn þeirra brugðist við þessum aðstæðum? Því er ekki auðsvarað þar sem rannsóknir háskólanna byggja á því að vísindamenn hafi aðgang að rannsóknum annarra í faginu. Í þeirra huga er það meginhlutverk háskólabókasafna að veita þeim sem mestan aðgang til þess að þeir hafi ávallt aðgang að nýjustu rannsóknum í virtustu tímaritum heims. Og þeir keppast um að fá niðurstöður sinna rannsókna birtar þar því stigamatskerfi háskólanna umbunar þeim í takt við virðingarkerfi tímarita, því virtara, því betri umbun. Já umbun, því þetta hefur bein áhrif á launin þeirra og virðingu innan fræðamannasamfélagsins. Háskólabókasöfn hafa lengi vel unnið að markmiðum opins aðgangs, þannig að rannsóknir sem gerðar eru fyrir opinbert fé, séu aðgengilegar án hindrana. Langt er síðan háskólabókasöfn komu á fót skráningum í sín eigin rafræn varðveislukerfi sem eru öllum opin. Á Íslandi er búið að vinna að því jafnt og þétt frá árinu 2008 þegar Skemmunni var komið á fót en það var fyrsta íslenska varðveislusafnið sem háskólarnir sameinuðust um að reka, fljótlega varð Skemman þó eingöngu að safni fyrir lokaritgerðir háskólanna. Árið 2016 var því öðru rafrænu varðveislusafni komið á fót með það að meginmarkmiði að skrá vísindagreinar eftir íslenska fræðimenn, „Opin vísindi“ er einnig samstarfsverkefni allra íslensku háskólanna. Yfirlýst markmið safnsins er að safninu er „ætlað að tryggja aðgang að útgefnu vísindaefni íslensks rannsóknasamfélags um ókomna tíð“, Afhverju? Til þess að tryggja að háskólarnir þurfi ekki seinna meir að borga fleiri milljónir, hundruði milljóna fyrir að fá aðgang að rannsóknum íslenskra vísindamanna.Flækjustigið hækkar Birtingar samþykktra greina til útgáfu í opnu varðveislusafni háskóla eru háðar leyfi útgefenda, sumir heimila eingöngu „pre-print“ eða „post-print“ útgáfu af innsendum greinum, en heimila ekki birtingu á greinum sem búið er að merkja því tímariti sem samþykkir greinina til birtingar og kaupir af vísindamanninum höfundarrétt hans. Já, því miður. Með slíkum samningum hafa höfundar greina ekki lengur leyfi til að birta PDF útgáfur útgefenda greina sinna. Að baki hverri birtingu í rafrænu varðveislusafni fer því fram mikil vinna við að finna út hvaða eintak af grein megi birta, oft er ekki til önnur gerð en PDF útgáfa útgefandans og þá þarf stundum að semja um birtingargjald við þá. Birtingargjald? Já, mótsvar útgefenda við kröfu um að birta í opnum aðgangi er háð því að höfundur greiði sérstaklega fyrir slíka birtingu sjálfur og þau gjöld eru afar mismunandi, oft á tíðum mjög há. En hvað ef tímaritið er nú þegar í áskrift háskóla fræðimannsins? Er þá ekki verið að tvígreiða fyrir aðganginn? Í Kaupmannahafnarháskóla er verið að rannsaka hvaða tímarit taka birtingargjöld fyrir opinn aðgang og hvort þau tímarit séu líka í áskrift bókasafns skólans. Þannig að verið sé að greiða áskriftargjald og birtingargjald fyrir sama hlut, tvisvar! Íslensku háskólabókasöfnin eru að vinna að því að geta beitt slíkum rannsóknaraðferðum á þau tímarit sem keypt eru.Mögulegar leiðir út úr flækjunni Háskólabókasöfn geta unnið að því að bæta niðurstöður leitarvéla sinna þannig að þær beini notendum frekar í efni í opnum aðgangi en því sem greitt er fyrir. Þau geta unnið að því að fræða og hvetja til slíkra birtinga. Þau munu halda áfram að skrásetja það sem hægt er í opnum aðgangi. Þau geta rannsakað hversu mikið greitt er í birtingargjöld til útgefenda. Þau geta rannsakað notkun á áskriftartímaritum og endurskoðað þær þegar þörf krefur og nýtt fjárveitingar sínar eins skilmerkilega og unnt er. Þetta mjakast, en gengur frekar hægt. Víða gætir orðið óþreyju í hve hægt gengur og háskólabókasöfn í Evrópu hafa undanfarið helst beint spjótum sínum að útgáfurisanum Elsevier og neituðu bæði sænsk og þýsk háskólabókasöfn að kaupa aðgang að stórum pakka tímarita frá Elsevier í fyrra og leita nú annarra leiða til að veita notendum sínum aðgang að tímaritagreinum. En það þarf líka að endurskoða hvað liggur til grundvallar stigamats í framgangskerfum skólanna og auka þar vægi greinabirtinga í opnum aðgangi. Það er hægt að nota Web of Science stigareiknirinn á tímarit í opnum aðgangi á sama hátt og hefðbundin tímarit og fleiri tæki. Margir rannsóknarsjóðir eins og H2020 og FP7 hjá Evrópusambandinu gera orðið kröfu um að rannsóknir fjármagnaðar af þeim skulu birtar í opnum aðgangi. Og ríkisstjórnir landa þurfa einnig að leggja hönd á plóg og gera það að opinberri stefnu sinni að rannsóknir unnar fyrir opinbert fé skuli gerðar aðgengilegar eins og Frakkland gerði í fyrra og unnið er að slíkri stefnu fyrir Ísland í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kannski eru háskólar á Íslandi að bíða eftir þeirri stefnu til að geta uppfært sínar, endurskoðað stigamatskerfi eða samið nýjar stefnur um opinn aðgang eða opin vísindi. Hvað sem því líður eru háskólabókasöfnin tilbúin að leiðbeina, fræða og skrásetja rannsóknir íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi.Höfundur er upplýsingafræðingur og forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar