Hamingjusömustu Íslendingarnir yfir 65 ára með háar tekjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2019 20:00 Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“ Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira