Þúsunda milljarða kostnaður af flugvelli í Vatnsmýri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2019 13:00 Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira
Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira
Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30