Íbúum fækkar í sveitarfélagi Sigurðar Inga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2019 12:30 Sigurður Ingi fluttu yfirgripsmikið erindi á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hótel Geysi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íbúum á Suðurlandi hefur fjölgað um tæplega 3.500 á síðustu 10 árum. Mest hefur fjölgunin verið á allra síðustu árum, en tölur Hagstofunnar sýna að Sunnlendingum hefur fjölgað um rúmlega 2.500 frá árinu 2016. Eina sveitarfélagið þar sem íbúum hefur fækkað er sveitarfélag Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra en það er Hrunamannahreppur. Íbúum á Suðurlandi fjölgar mjög hratt en mesta fjölgunin er í sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið eins og í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Það er líka töluvert byggt á Hellu og Hvolsvelli svo einhverjir staðir séu nefndir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála fór yfir málið á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í vikunni á Hótel Geysi. „Fyrir tíu árum þá var hlutfalla landsmanna á Suðurlandi 7,5 prósent en er núna komið í 7,7 prósent. Þannig að það er svona hlutfallsleg aukning fyrir utan raunaukninguna. Það vakti reyndar athygli mína þegar rýnt er í tölur um íbúafjölgun að það hefur orðið fjölgun í fjórtán af fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi síðustu árin og það er aðeins í mínu sveitarfélagi, Hrunamannahreppi þar sem hefur ekki orðið fjölgun, okkur hefur fækkað um tvo síðustu tíu árin, reyndar eftir mikla fjölgun tíu árin þar á undan“, sagði Sigurður Ingi á ársþinginu. Nú er verið að kanna með sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg er til dæmis að kanna hug allra sveitarfélaga í Árnessýslu um vilja þeirra til sameiningar og sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru líka að skoða sameiningarmál. En hvernig er stemmingin almennt fyrir sameiningarmálum í landinu? „Mér finnst hún hafa verið miklu, miklu jákvæðari og meiri. Ég held að það stafi meðal annars af því að sveitarstjórnarfólkið er smátt og smátt að taka við svo mörgum verkefnum sem það áttaði sig ekki á þegar það hóf störf í sveitarstjórn“, segir ráðherrann. Sigurður Ingi segist finna fyrir góðri stemmingu um allt land vegna sameiningu sveitarfélaga enda sé nauðsynlegt að styrkja sveitarstjórnarstigið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú séu 72 sveitarfélög í landinu í 350 þúsund manna landi, þar sem eitt þeirra er lang stærst með um 120 þúsund íbúa. „Einhver sjö eru með tíu þúsund íbúa og fleiri en það eru líka sjö, sem eru með færri en 100 íbúa. Öll búa þessi sveitarfélög eiga að uppfylla sömu lögbundnu skilyrðin og það segir sig sjálft að það er mörgum minni sveitarfélögunum erfitt. Og lýðræðislega hefur þá sá halli orðið á að minni sveitarfélögin, sem gera samning við stærri sveitarfélögin, íbúarnir í litlu sveitarfélögunum ráða þá í raun og veru ekkert um þá þjónustu, sem er veitt og til þess að gera þessi samskipti á milli ríkis og sveitarfélaga auðveldari og á meiri jafningja grunni þá held ég að það sé mjög mikilvægt að sveitarstjórnarstigið eflist“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála.Íbúum hefur fjöglað mjög hratt á Selfossi síðustu ár enda mjög mikið byggt á staðnum.Sveitarfélagið Árborg. Bláskógabyggð Byggðamál Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Íbúum á Suðurlandi hefur fjölgað um tæplega 3.500 á síðustu 10 árum. Mest hefur fjölgunin verið á allra síðustu árum, en tölur Hagstofunnar sýna að Sunnlendingum hefur fjölgað um rúmlega 2.500 frá árinu 2016. Eina sveitarfélagið þar sem íbúum hefur fækkað er sveitarfélag Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra en það er Hrunamannahreppur. Íbúum á Suðurlandi fjölgar mjög hratt en mesta fjölgunin er í sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið eins og í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Það er líka töluvert byggt á Hellu og Hvolsvelli svo einhverjir staðir séu nefndir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála fór yfir málið á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í vikunni á Hótel Geysi. „Fyrir tíu árum þá var hlutfalla landsmanna á Suðurlandi 7,5 prósent en er núna komið í 7,7 prósent. Þannig að það er svona hlutfallsleg aukning fyrir utan raunaukninguna. Það vakti reyndar athygli mína þegar rýnt er í tölur um íbúafjölgun að það hefur orðið fjölgun í fjórtán af fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi síðustu árin og það er aðeins í mínu sveitarfélagi, Hrunamannahreppi þar sem hefur ekki orðið fjölgun, okkur hefur fækkað um tvo síðustu tíu árin, reyndar eftir mikla fjölgun tíu árin þar á undan“, sagði Sigurður Ingi á ársþinginu. Nú er verið að kanna með sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg er til dæmis að kanna hug allra sveitarfélaga í Árnessýslu um vilja þeirra til sameiningar og sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru líka að skoða sameiningarmál. En hvernig er stemmingin almennt fyrir sameiningarmálum í landinu? „Mér finnst hún hafa verið miklu, miklu jákvæðari og meiri. Ég held að það stafi meðal annars af því að sveitarstjórnarfólkið er smátt og smátt að taka við svo mörgum verkefnum sem það áttaði sig ekki á þegar það hóf störf í sveitarstjórn“, segir ráðherrann. Sigurður Ingi segist finna fyrir góðri stemmingu um allt land vegna sameiningu sveitarfélaga enda sé nauðsynlegt að styrkja sveitarstjórnarstigið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú séu 72 sveitarfélög í landinu í 350 þúsund manna landi, þar sem eitt þeirra er lang stærst með um 120 þúsund íbúa. „Einhver sjö eru með tíu þúsund íbúa og fleiri en það eru líka sjö, sem eru með færri en 100 íbúa. Öll búa þessi sveitarfélög eiga að uppfylla sömu lögbundnu skilyrðin og það segir sig sjálft að það er mörgum minni sveitarfélögunum erfitt. Og lýðræðislega hefur þá sá halli orðið á að minni sveitarfélögin, sem gera samning við stærri sveitarfélögin, íbúarnir í litlu sveitarfélögunum ráða þá í raun og veru ekkert um þá þjónustu, sem er veitt og til þess að gera þessi samskipti á milli ríkis og sveitarfélaga auðveldari og á meiri jafningja grunni þá held ég að það sé mjög mikilvægt að sveitarstjórnarstigið eflist“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála.Íbúum hefur fjöglað mjög hratt á Selfossi síðustu ár enda mjög mikið byggt á staðnum.Sveitarfélagið Árborg.
Bláskógabyggð Byggðamál Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira