Birgir Ísleifur Gunnarsson er látinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 10:24 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 83 ára að aldri. Morgunblaðið greinir frá. Birgir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1936. Foreldrar hans voru Gunnar Espólín Benediktsson, hæstaréttarlögmaður, og Jórunn Ísleifsdóttir, húsmóðir. Birgir lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955 og nam lögfræði í Háskóla Íslands, þaðan sem hann lauk prófi árið 1961. Hann hlaut hæstaréttarlögmannsréttindi sex árum síðar, árið 1967. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum á háskólaárunum og var m.a. formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna. Þá var Birgir framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna 1961-63 og gegndi svo embætti borgarstjóra í Reykjavík frá desember 1972 til maí 1978. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1979 til 1991 og var skipaður menntamálaráðherra til eins árs, frá 1987 til 1988. Þremur árum síðar tók hann við starfi seðlabankastjóra og starfaði sem slíkur þangað til hann fór á eftirlaun árið 2005. Eiginkona Birgis var Sonja Backman, ritari í Skóla Ísaks Jónssonar, fædd 26. ágúst 1938. Hún lést þann 5. október síðastliðin. Börn Birgis og Sonju eru Björg Jóna, Gunnar Jóhann, Ingunn Mjöll og Lilja Dögg. Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 83 ára að aldri. Morgunblaðið greinir frá. Birgir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1936. Foreldrar hans voru Gunnar Espólín Benediktsson, hæstaréttarlögmaður, og Jórunn Ísleifsdóttir, húsmóðir. Birgir lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955 og nam lögfræði í Háskóla Íslands, þaðan sem hann lauk prófi árið 1961. Hann hlaut hæstaréttarlögmannsréttindi sex árum síðar, árið 1967. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum á háskólaárunum og var m.a. formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna. Þá var Birgir framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna 1961-63 og gegndi svo embætti borgarstjóra í Reykjavík frá desember 1972 til maí 1978. Hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1979 til 1991 og var skipaður menntamálaráðherra til eins árs, frá 1987 til 1988. Þremur árum síðar tók hann við starfi seðlabankastjóra og starfaði sem slíkur þangað til hann fór á eftirlaun árið 2005. Eiginkona Birgis var Sonja Backman, ritari í Skóla Ísaks Jónssonar, fædd 26. ágúst 1938. Hún lést þann 5. október síðastliðin. Börn Birgis og Sonju eru Björg Jóna, Gunnar Jóhann, Ingunn Mjöll og Lilja Dögg.
Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira