Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 20:00 Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar. Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar.
Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45
Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50
Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57