Grundvallarmál um skyldur lögmanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:45 Berglind tekur undir úrskurð Landsréttar. Mynd/aðsend Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira