Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 07:00 Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Getty Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur algerlega hafnað kröfum Bandaríkjamanna um vopnahlé en í gær var greint frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti krefðist þess af Tyrkjaforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. Erdogan sagði blaðamönnum í gærkvöldi að Tyrkir muni aldrei lýsa yfir vopnahléi. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna hafi engin áhrif og markmið Tyrkja séu skýr, en þeir vilja búa til svokallað öryggisvæði innan landamæra Sýrlands þar sem Kúrdar réðu áður ríkjum. Þangað vilja þeir einnig senda um tvær milljónir flóttamanna frá Sýrlandi sem nú hafast við í Tyrklandi. Þessar herskáu yfirlýsingar Erdogan koma rétt áður en Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Mike Pompeo utanríkisráðherra mæta til Tyrklands til viðræðna. Innrás Tyrkja hófst eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að draga nokkra tugi hermanna frá norðaustursvæðum Sýrlands sem hingað til höfðu komið í veg fyrir að Erdogan áræddi árás fyrir landamærin. Því litu margir á það sem svo að Trump hafi gefið grænt ljós á aðgerðirnar. Eftir mikil mótmæli vegna þessa, ekki síst úr röðum helstu stuðningsmanna Trumps, ákvað Trump að leggja viðskiptaþvinganir á Tyrki og krefjast vopnahlés. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur algerlega hafnað kröfum Bandaríkjamanna um vopnahlé en í gær var greint frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti krefðist þess af Tyrkjaforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. Erdogan sagði blaðamönnum í gærkvöldi að Tyrkir muni aldrei lýsa yfir vopnahléi. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna hafi engin áhrif og markmið Tyrkja séu skýr, en þeir vilja búa til svokallað öryggisvæði innan landamæra Sýrlands þar sem Kúrdar réðu áður ríkjum. Þangað vilja þeir einnig senda um tvær milljónir flóttamanna frá Sýrlandi sem nú hafast við í Tyrklandi. Þessar herskáu yfirlýsingar Erdogan koma rétt áður en Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Mike Pompeo utanríkisráðherra mæta til Tyrklands til viðræðna. Innrás Tyrkja hófst eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að draga nokkra tugi hermanna frá norðaustursvæðum Sýrlands sem hingað til höfðu komið í veg fyrir að Erdogan áræddi árás fyrir landamærin. Því litu margir á það sem svo að Trump hafi gefið grænt ljós á aðgerðirnar. Eftir mikil mótmæli vegna þessa, ekki síst úr röðum helstu stuðningsmanna Trumps, ákvað Trump að leggja viðskiptaþvinganir á Tyrki og krefjast vopnahlés.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30
Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15
Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27