„Ég gleymi ekki niðurlægingunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 15:10 Á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt var blásið til morgunverðarfundar um matarsóun og fátækt. Vísir/skjáskot „Ég bjó sjálf við fátækt áður og það er svo mikilvægt að það komi fram að á þeim tíma sem ég bjó við fátækt þá hefði ég aldrei getað gert það sem ég er að gera í dag. Ég hefði aldrei getað staðið frammi fyrir fjölda manns og talað um stöðuna af því það er svo niðurlægjandi.“ Þetta segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri hjá Pepp Íslandi – samtökum fólks í fátækt en hún þekkir svartnætti fátæktarinnar af eigin raun. Í gegnum störf sín í þágu fátæks fólks hefur Ásta Dís ávallt haft mannlega reisn í forgrunni. „Í dag bý ég ekki við þessa fátækt en ég gleymi ekki niðurlægingunni og þess vegna finnst mér svo mikilvægt að taka þennan slag; að benda á það að fólk kemur sér ekki í þessar aðstæður sjálft og það er undir samfélaginu komið að breyta þessu,“ segir Ásta Dís. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt en af því tilefni var blásið til morgunverðarfundar um fátækt og matarsóun undir yfirskriftinni „Best fyrir?“. Ásta Dís segir að nýting afgangsmatar sé sóknarfæri í valdeflingu þeirra sem búa við fátækt. „Það eru nokkrir snertifletir. Að sporna við matarsóun nýtist fólki í fátækt að fá ódýran eða frían mat og þá er spurningin sú, hvernig getum við get það með reisn þannig að það sé ekki ölmusa. Þá erum við líka að hugsa um umhverfisvitundina, að það sé ekki verið að henda mat sem hægt er að nýta. Það eru margir snertifletir á þessu og meira að segja margir skemmtilegir líka.“Hugmyndir um matarbíl sem færi á milli hverfa Á morgunverðarfundinum um matarsóun og fátækt komu fram ýmsar hugmyndir. „Hægt væri að hafa bíl sem færi á ákveðnum dögum í ákveðin hverfi og væri þá með eldaðan mat sem væri gerður úr afgöngum á veitingastöðum og þess háttar. Talað var um að hægt væri að vera með súpu og „búst“ úr afgangsgrænmeti og ýmislegt þess háttar.“ Matarsóunarverkefnið fyrir alla þjóðfélagshópa Ásta Dís segir að oft sé um að ræða fyrsta flokks mat. „Það er allur gangur á því. Stundum eru fyrirtæki að gefa mat af því að hann er kannski rangt merktur eða af því að umbúðir eru orðnar sjúskaðar. Þetta er allt frá því að vera úrvals matur yfir í að vera matur sem á kannski stutt eftir en er í lagi með samt.“ Verkefnið yrði fyrir alla þjóðfélagshópa. „Við þurfum að gera þetta á einhvern hátt með reisn þannig að þetta nýtist öllum. Og þá erum við að tala um öllum samfélagshópum þannig að það verði alveg jafn „hipp og kúl“ að gera þetta af umhverfisvitund og að gera þetta af neyð; borða mat sem við erum í raun að bjarga frá skemmdum.“ Alls konar ástæður fyrir því að fólk endar í fátækt Ásta Dís segir að ekki séu allir sem geri sér grein fyrir því hversu veigamikill þáttur í baráttunni gegn fátækt mannleg reisn er. „Ég rek mig á það aftur og aftur. Við höfum verið svo lengi á íslandi með þá meiningu að það á bara hver að bjarga sér sjálfur og standa undir sínu og við viljum svo gjarnan gera það. Við viljum standa á eigin fótum en það er bara því miður þannig að fólk – stundum út af heilsunni og alls konar ástæðum - sem fólk endar í fátækt. Það er svo erfitt að búa í samfélagi sem viðurkennir ekki stöðu manns. Sem horfir fram hjá því að fólk í þessari stöðu hefur ekki sömu tækifæri og aðrir. Það er svo mikill ójöfnuður. Þú hefur ekki sömu tækifæri í lífinu til að bjarga þér út úr þessum aðstæðum og sérstaklega ekki án aðstoðar. Þess vegna skiptir svo miklu máli að finna hljómgrunn einhvers staðar, að nota jafningjafræðslu og taka þátt í einhverju sem er valdeflandi og byggir upp í staðinn fyrir að rífa niður.“ Þörf sé á samstöðu almennings til að knýja fram breytingar til batnaðar. „Þetta var mjög flottur og málefnalegur fundur og ég hlakka til að takast á við framhaldin. Pepp - samtök fólks í fátækt fá væntanlega húsnæði með nýju ári og þá komum við sterkari inn í að geta miðlað vörum frá fyrirtækjum sem þeir ekki geta nýtt til skjólstæðinga sem þurfa á þeim að halda. Það komu ýmsar hugmyndir fram um hvernig hægt er að gera það og það er eitthvað sem við munum vinna áfram með þannig að ég er bara jákvæð á framhaldið og hlakka til að taka þátt í að vinna þetta á þann hátt að þetta sé aldrei ölmusa, við séum aldrei að tala niður til fólks og við byggjum á jákvæðni og kurteisi,“ segir Ásta Dís. Félagsmál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
„Ég bjó sjálf við fátækt áður og það er svo mikilvægt að það komi fram að á þeim tíma sem ég bjó við fátækt þá hefði ég aldrei getað gert það sem ég er að gera í dag. Ég hefði aldrei getað staðið frammi fyrir fjölda manns og talað um stöðuna af því það er svo niðurlægjandi.“ Þetta segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri hjá Pepp Íslandi – samtökum fólks í fátækt en hún þekkir svartnætti fátæktarinnar af eigin raun. Í gegnum störf sín í þágu fátæks fólks hefur Ásta Dís ávallt haft mannlega reisn í forgrunni. „Í dag bý ég ekki við þessa fátækt en ég gleymi ekki niðurlægingunni og þess vegna finnst mér svo mikilvægt að taka þennan slag; að benda á það að fólk kemur sér ekki í þessar aðstæður sjálft og það er undir samfélaginu komið að breyta þessu,“ segir Ásta Dís. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt en af því tilefni var blásið til morgunverðarfundar um fátækt og matarsóun undir yfirskriftinni „Best fyrir?“. Ásta Dís segir að nýting afgangsmatar sé sóknarfæri í valdeflingu þeirra sem búa við fátækt. „Það eru nokkrir snertifletir. Að sporna við matarsóun nýtist fólki í fátækt að fá ódýran eða frían mat og þá er spurningin sú, hvernig getum við get það með reisn þannig að það sé ekki ölmusa. Þá erum við líka að hugsa um umhverfisvitundina, að það sé ekki verið að henda mat sem hægt er að nýta. Það eru margir snertifletir á þessu og meira að segja margir skemmtilegir líka.“Hugmyndir um matarbíl sem færi á milli hverfa Á morgunverðarfundinum um matarsóun og fátækt komu fram ýmsar hugmyndir. „Hægt væri að hafa bíl sem færi á ákveðnum dögum í ákveðin hverfi og væri þá með eldaðan mat sem væri gerður úr afgöngum á veitingastöðum og þess háttar. Talað var um að hægt væri að vera með súpu og „búst“ úr afgangsgrænmeti og ýmislegt þess háttar.“ Matarsóunarverkefnið fyrir alla þjóðfélagshópa Ásta Dís segir að oft sé um að ræða fyrsta flokks mat. „Það er allur gangur á því. Stundum eru fyrirtæki að gefa mat af því að hann er kannski rangt merktur eða af því að umbúðir eru orðnar sjúskaðar. Þetta er allt frá því að vera úrvals matur yfir í að vera matur sem á kannski stutt eftir en er í lagi með samt.“ Verkefnið yrði fyrir alla þjóðfélagshópa. „Við þurfum að gera þetta á einhvern hátt með reisn þannig að þetta nýtist öllum. Og þá erum við að tala um öllum samfélagshópum þannig að það verði alveg jafn „hipp og kúl“ að gera þetta af umhverfisvitund og að gera þetta af neyð; borða mat sem við erum í raun að bjarga frá skemmdum.“ Alls konar ástæður fyrir því að fólk endar í fátækt Ásta Dís segir að ekki séu allir sem geri sér grein fyrir því hversu veigamikill þáttur í baráttunni gegn fátækt mannleg reisn er. „Ég rek mig á það aftur og aftur. Við höfum verið svo lengi á íslandi með þá meiningu að það á bara hver að bjarga sér sjálfur og standa undir sínu og við viljum svo gjarnan gera það. Við viljum standa á eigin fótum en það er bara því miður þannig að fólk – stundum út af heilsunni og alls konar ástæðum - sem fólk endar í fátækt. Það er svo erfitt að búa í samfélagi sem viðurkennir ekki stöðu manns. Sem horfir fram hjá því að fólk í þessari stöðu hefur ekki sömu tækifæri og aðrir. Það er svo mikill ójöfnuður. Þú hefur ekki sömu tækifæri í lífinu til að bjarga þér út úr þessum aðstæðum og sérstaklega ekki án aðstoðar. Þess vegna skiptir svo miklu máli að finna hljómgrunn einhvers staðar, að nota jafningjafræðslu og taka þátt í einhverju sem er valdeflandi og byggir upp í staðinn fyrir að rífa niður.“ Þörf sé á samstöðu almennings til að knýja fram breytingar til batnaðar. „Þetta var mjög flottur og málefnalegur fundur og ég hlakka til að takast á við framhaldin. Pepp - samtök fólks í fátækt fá væntanlega húsnæði með nýju ári og þá komum við sterkari inn í að geta miðlað vörum frá fyrirtækjum sem þeir ekki geta nýtt til skjólstæðinga sem þurfa á þeim að halda. Það komu ýmsar hugmyndir fram um hvernig hægt er að gera það og það er eitthvað sem við munum vinna áfram með þannig að ég er bara jákvæð á framhaldið og hlakka til að taka þátt í að vinna þetta á þann hátt að þetta sé aldrei ölmusa, við séum aldrei að tala niður til fólks og við byggjum á jákvæðni og kurteisi,“ segir Ásta Dís.
Félagsmál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira