10 vondar fréttir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 1. október 2019 08:00 Í fjárlagafrumvarpinu kemur pólitík ríkisstjórnarinnar fram. Sé kafað djúpt í fylgiskjölin kemur mjög áhugaverð mynd fram. 1. HÍ, HR, Listaháskólinn og HA fá nánast sömu raunupphæð og í fyrra. Hjá framhaldsskólum er beinlínis lækkun á heildarfjármagni milli ára. Eina stórsóknin í menntamálum virðist vera í yfirlýsingum ráðherrans. 2. Þrátt fyrir augljósa þörf hjá Landspítalanum vill ríkisstjórnin ná 1,2 milljörðum kr. í aðhaldi úr heilbrigðiskerfinu. Á meðan er ófremdarástand á bráðamóttökunni og 130 eldri borgarar „búa“ á spítalanum vegna skorts á úrræðum. 3. Viðbótarframlag til öryrkja er milljarður sem dugar ekki í að afnema krónu á móti krónu sem kostar um 10 milljarða kr. Enn eru öryrkjar látnir bíða eftir réttlætinu, sem Katrín Jakobsdóttir sagði í stjórnarandstöðu að þeir mættu alls ekki gera. 4. Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar er lækkuð um tæp 30%. Framlög til Tækniþróunarsjóðs, Lýðheilsusjóðs, Jafnréttissjóðs og þróunarsamvinnu lækka. 5. Framlög til hjálpartækja eru lækkuð. 6. Framlög til almennrar lögreglu lækka. Færri lögreglumenn eru nú en fyrir 10 árum þrátt fyrir fimmföldun ferðamanna og íbúafjölgun á tímabilinu. 7. Aldraðir fá ekkert aukaframlag umfram það sem er vegna fjölgunar í þeirra hópi. 8. Veiðileyfagjöldin hafa lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Og núna er lækkun bankaskatts sett í forgang. Fjármagnstekjuskatturinn skal áfram vera lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 9. Umhverfismál fá aðeins 2% af fjárlögum. Þegar 98% fjárlaga fara í annað má velta fyrir sér hversu ofarlega umhverfismálin eru. 10. Þá er sérstök aðhaldskrafa á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. Að þessari upptalningu lokinni má spyrja hvort þetta sé það sem kjósendur kusu um í síðustu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpinu kemur pólitík ríkisstjórnarinnar fram. Sé kafað djúpt í fylgiskjölin kemur mjög áhugaverð mynd fram. 1. HÍ, HR, Listaháskólinn og HA fá nánast sömu raunupphæð og í fyrra. Hjá framhaldsskólum er beinlínis lækkun á heildarfjármagni milli ára. Eina stórsóknin í menntamálum virðist vera í yfirlýsingum ráðherrans. 2. Þrátt fyrir augljósa þörf hjá Landspítalanum vill ríkisstjórnin ná 1,2 milljörðum kr. í aðhaldi úr heilbrigðiskerfinu. Á meðan er ófremdarástand á bráðamóttökunni og 130 eldri borgarar „búa“ á spítalanum vegna skorts á úrræðum. 3. Viðbótarframlag til öryrkja er milljarður sem dugar ekki í að afnema krónu á móti krónu sem kostar um 10 milljarða kr. Enn eru öryrkjar látnir bíða eftir réttlætinu, sem Katrín Jakobsdóttir sagði í stjórnarandstöðu að þeir mættu alls ekki gera. 4. Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar er lækkuð um tæp 30%. Framlög til Tækniþróunarsjóðs, Lýðheilsusjóðs, Jafnréttissjóðs og þróunarsamvinnu lækka. 5. Framlög til hjálpartækja eru lækkuð. 6. Framlög til almennrar lögreglu lækka. Færri lögreglumenn eru nú en fyrir 10 árum þrátt fyrir fimmföldun ferðamanna og íbúafjölgun á tímabilinu. 7. Aldraðir fá ekkert aukaframlag umfram það sem er vegna fjölgunar í þeirra hópi. 8. Veiðileyfagjöldin hafa lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Og núna er lækkun bankaskatts sett í forgang. Fjármagnstekjuskatturinn skal áfram vera lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 9. Umhverfismál fá aðeins 2% af fjárlögum. Þegar 98% fjárlaga fara í annað má velta fyrir sér hversu ofarlega umhverfismálin eru. 10. Þá er sérstök aðhaldskrafa á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. Að þessari upptalningu lokinni má spyrja hvort þetta sé það sem kjósendur kusu um í síðustu kosningum.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun