Brottför MAX frestast vegna viðbótarkröfu frá Frökkum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2019 12:12 Fjórar Boeing 737 MAX-þotur Icelandair hafa staðið við eitt af gömlu flugskýlum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm. Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þetta yrði í fyrsta sinn í hálft ár sem MAX-þotum Icelandair yrði flogið en sex slíkar vélar hafa staðið óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli frá 12. mars, eftir að tvö mannskæð flugslys leiddu til kyrrsetningar þessarar flugvélartegundar um allan heim. Icelandair ákvað fyrir nokkru að forða flugvélunum frá íslenskri vetrarveðráttu á Suðurnesjum og koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. Félagið valdi Toulouse í Suður-Frakklandi, heimaborg Airbus, helsta keppinautar Boeing.Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við fyrstu Boeing 737 MAX þotu félagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til stóð að hefja ferjuflugið í dag og töldu Icelandair-menn sig í gær vera komna með grænt ljós á flugið þegar Frakkar settu fram þá kröfu að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði, að sögn Hauks. Er félagið núna að setja saman nýja flugáætlun til að mæta þessu skilyrði. Þegar sú áætlun fæst samþykkt verður reynt að hefja ferjuflugið sem fyrst. En fleira truflar og tefur. Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, segir heræfingar sem nú standa yfir vestur af Írlandi geta hamlað flugi og einnig óhagstæð veðurspá síðar í vikunni, enda þýði eitt af skilyrðunum fyrir fluginu að fljúga þarf vélunum í lægri flughæð en þotum er almennt flogið í. Þórarinn vonast þó til að ferjuflug MAX-vélanna geti hafist á fimmtudag eða á föstudag. Þórarinn Hjálmarsson er meðal þeirra fjögurra flugstjóra sem verið hafa þjálfun í flughermi Icelandair fyrir MAX-flugið.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Það hefur kallað á mikla og flókna vinnu hjá Icelandair að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu og þeim fylgja ströng skilyrði. Gerð er krafa um að vængborð verði höfð á, sem takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund. Vegna þess lengist flugtími um tvær stundir. Þá mega tveir flugmenn vera um borð og engir aðrir. Fjórir flugstjórar Icelandair hafa verið í sérstakri þjálfun fyrir flugið, auk Þórarins; þeir Franz Ploder, Kári Kárason og Guðjón Guðmundsson, og er gert ráð fyrir að þeir skiptist á um ferja þoturnar. Eftir að flugið hefst er búist við að það taki um vikutíma að koma þeim öllum á nýja geymslustaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um helgina frá þjálfun flugstjóranna: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þetta yrði í fyrsta sinn í hálft ár sem MAX-þotum Icelandair yrði flogið en sex slíkar vélar hafa staðið óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli frá 12. mars, eftir að tvö mannskæð flugslys leiddu til kyrrsetningar þessarar flugvélartegundar um allan heim. Icelandair ákvað fyrir nokkru að forða flugvélunum frá íslenskri vetrarveðráttu á Suðurnesjum og koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. Félagið valdi Toulouse í Suður-Frakklandi, heimaborg Airbus, helsta keppinautar Boeing.Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við fyrstu Boeing 737 MAX þotu félagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til stóð að hefja ferjuflugið í dag og töldu Icelandair-menn sig í gær vera komna með grænt ljós á flugið þegar Frakkar settu fram þá kröfu að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði, að sögn Hauks. Er félagið núna að setja saman nýja flugáætlun til að mæta þessu skilyrði. Þegar sú áætlun fæst samþykkt verður reynt að hefja ferjuflugið sem fyrst. En fleira truflar og tefur. Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, segir heræfingar sem nú standa yfir vestur af Írlandi geta hamlað flugi og einnig óhagstæð veðurspá síðar í vikunni, enda þýði eitt af skilyrðunum fyrir fluginu að fljúga þarf vélunum í lægri flughæð en þotum er almennt flogið í. Þórarinn vonast þó til að ferjuflug MAX-vélanna geti hafist á fimmtudag eða á föstudag. Þórarinn Hjálmarsson er meðal þeirra fjögurra flugstjóra sem verið hafa þjálfun í flughermi Icelandair fyrir MAX-flugið.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Það hefur kallað á mikla og flókna vinnu hjá Icelandair að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu og þeim fylgja ströng skilyrði. Gerð er krafa um að vængborð verði höfð á, sem takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund. Vegna þess lengist flugtími um tvær stundir. Þá mega tveir flugmenn vera um borð og engir aðrir. Fjórir flugstjórar Icelandair hafa verið í sérstakri þjálfun fyrir flugið, auk Þórarins; þeir Franz Ploder, Kári Kárason og Guðjón Guðmundsson, og er gert ráð fyrir að þeir skiptist á um ferja þoturnar. Eftir að flugið hefst er búist við að það taki um vikutíma að koma þeim öllum á nýja geymslustaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um helgina frá þjálfun flugstjóranna:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00