Fetar í fótspor afans sem hann aldrei fékk að kynnast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 13:46 Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, situr sinn fyrsta borgarstjórnarfund í dag sem kjörinn fulltrúi. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Geir Finnsson sem tekur sæti í borgarstjórn í fyrsta sinn í dag en hann er varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Afi hans, Geir Hallgrímsson, var borgarstjóri í Reykjavík frá 1959 til 1972 en borgarfulltrúi frá 1954. Afi Geirs og nafni varð síðar forsætisráðherra og var umsvifamikill í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Ólíkt afa sínum sem var Sjálfstæðismaður fann Geir sinn samastað í Viðreisn, flokki sem var stofnaður um klofning úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég er búinn að vera með í Viðreisn frá upphafi,“ segir Geir. „Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og vissi alltaf að ég myndi vilja láta til mín taka á þeim vettvangi fyrr eða síðar.“Geir Hallgrímsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra.Vefur AlþingisHann hafi þó framan af ekki fundið samleið með neinum stjórnmálaflokki þar til hann tók þátt í að stofna Viðreisn. Hann kveðst vilja nýta krafta sína í borgarstjórn til að beita sér fyrir því að einfalda líf borgarbúa og minnka flækjustig, sem sé í samræmi við áherslumál Viðreisnar í kosningabaráttunni. Þá séu skólamálin honum einnig afar hugleikin. Jómfrúarræða hans í borgarstjórn verður þó væntanlega um samgöngumál sem verða fyrirferðarmikil á dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag. Hann vill ekki halda því fram að stjórnmálaferill afa hans hafi haft mikil áhrif á áhuga hans á stjórnmálum eða þá ákvörðun að bjóða sig fram í borgarstjórn. Geir er fæddur árið 1992 en afi hans Geir Hallgrímsson féll frá árið 1983 svo hann fékk aldrei tækifæri til að kynnast afa sínum. Aðspurður segir hann þó að þeir nafnar séu þeir einu í fjölskyldunni sem hafi látið til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. „Ég held líka að föðurfjölskyldan mín hafi verið búin að fá alveg nóg af pólitík,“ segir Geir léttur í bragði. „Ég hugsa nú sjaldan lengur en einn sólarhring fram í tímann,“ segir Geir og hlær, spurður hvort hann sjái fyrir sér að feta í fótspot afa síns og verða borgarstjóri þegar fram líða stundir. „En ég útiloka þó ekkert.“ Borgarstjórn Reykjavík Tímamót Viðreisn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Geir Finnsson sem tekur sæti í borgarstjórn í fyrsta sinn í dag en hann er varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Afi hans, Geir Hallgrímsson, var borgarstjóri í Reykjavík frá 1959 til 1972 en borgarfulltrúi frá 1954. Afi Geirs og nafni varð síðar forsætisráðherra og var umsvifamikill í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Ólíkt afa sínum sem var Sjálfstæðismaður fann Geir sinn samastað í Viðreisn, flokki sem var stofnaður um klofning úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég er búinn að vera með í Viðreisn frá upphafi,“ segir Geir. „Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og vissi alltaf að ég myndi vilja láta til mín taka á þeim vettvangi fyrr eða síðar.“Geir Hallgrímsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra.Vefur AlþingisHann hafi þó framan af ekki fundið samleið með neinum stjórnmálaflokki þar til hann tók þátt í að stofna Viðreisn. Hann kveðst vilja nýta krafta sína í borgarstjórn til að beita sér fyrir því að einfalda líf borgarbúa og minnka flækjustig, sem sé í samræmi við áherslumál Viðreisnar í kosningabaráttunni. Þá séu skólamálin honum einnig afar hugleikin. Jómfrúarræða hans í borgarstjórn verður þó væntanlega um samgöngumál sem verða fyrirferðarmikil á dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag. Hann vill ekki halda því fram að stjórnmálaferill afa hans hafi haft mikil áhrif á áhuga hans á stjórnmálum eða þá ákvörðun að bjóða sig fram í borgarstjórn. Geir er fæddur árið 1992 en afi hans Geir Hallgrímsson féll frá árið 1983 svo hann fékk aldrei tækifæri til að kynnast afa sínum. Aðspurður segir hann þó að þeir nafnar séu þeir einu í fjölskyldunni sem hafi látið til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. „Ég held líka að föðurfjölskyldan mín hafi verið búin að fá alveg nóg af pólitík,“ segir Geir léttur í bragði. „Ég hugsa nú sjaldan lengur en einn sólarhring fram í tímann,“ segir Geir og hlær, spurður hvort hann sjái fyrir sér að feta í fótspot afa síns og verða borgarstjóri þegar fram líða stundir. „En ég útiloka þó ekkert.“
Borgarstjórn Reykjavík Tímamót Viðreisn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira