Íslenskur ráðherra gæti tekið við friðarverðlaunum Nóbels Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2019 20:10 Guðlaugur Þór Þórðarson tók við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir Íslands hönd af utanríkisráðherra Finnlands í maímánuði. Mynd/Utanríkisráðuneytið. Sænska loftslagsbaráttustúlkan Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Sá möguleiki er fyrir hendi að Íslendingur taki við þessari eftirsóttu viðurkenningu í fyrsta sinn í sögunni. Þetta var nánar skýrt í fréttum Stöðvar 2. Norska nóbelsverðlaunanefndin tilkynnir í lok næstu viku hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár en verðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Oslóar í desember. Að þessu sinni telja veðbankar líklegast að hin sextán ára Greta Thunberg hljóti verðlaunin. Sömu veðbankar segja reyndar Donald Trump Bandaríkjaforseta næstlíklegastan.Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaunin í ár. Hér sést hún skamma þjóðarleiðtoga heims í ræðunni frægu hjá Sameinuðu þjóðunum.Vísir/EPANóbelsverðlaunanefndin birtir ekki tilnefningar, aðeins fjölda þeirra, og hefur greint frá því að 301 aðili sé tilnefndur í ár, 223 einstaklingar og 78 samtök. Þröngt skilgreindur hópur hefur rétt til að senda inn tilnefningar. Síðustu daga hafa fréttir birst af því að Norðurskautsráðið sé tilnefnt að þessu sinni. Reuters-fréttastofan segir Norðurskautsráðið eitt af þeim nöfnum sem mikið sé í umræðunni í ár; fyrir þátt sinn í að tryggja friðsamleg samskipti á norðurslóðum, þrátt fyrir spennu á svæðinu.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor þegar Ísland tók við formennskunni.Vísir/EPAFari svo að Norðurskautsráðið hljóti friðarverðlaunin í ár kemur það væntanlega í hlut fulltrúa þess ríkis sem fer með formennskuna í ráðinu að taka við heiðrinum en svo vill til að núna er það Ísland. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það verði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem stígi á sviðið í Osló til að taka við Nóbelnum í ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurslóðir Nóbelsverðlaun Utanríkismál Tengdar fréttir Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27 Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46 Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59 Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00 Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Sænska loftslagsbaráttustúlkan Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Sá möguleiki er fyrir hendi að Íslendingur taki við þessari eftirsóttu viðurkenningu í fyrsta sinn í sögunni. Þetta var nánar skýrt í fréttum Stöðvar 2. Norska nóbelsverðlaunanefndin tilkynnir í lok næstu viku hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár en verðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Oslóar í desember. Að þessu sinni telja veðbankar líklegast að hin sextán ára Greta Thunberg hljóti verðlaunin. Sömu veðbankar segja reyndar Donald Trump Bandaríkjaforseta næstlíklegastan.Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaunin í ár. Hér sést hún skamma þjóðarleiðtoga heims í ræðunni frægu hjá Sameinuðu þjóðunum.Vísir/EPANóbelsverðlaunanefndin birtir ekki tilnefningar, aðeins fjölda þeirra, og hefur greint frá því að 301 aðili sé tilnefndur í ár, 223 einstaklingar og 78 samtök. Þröngt skilgreindur hópur hefur rétt til að senda inn tilnefningar. Síðustu daga hafa fréttir birst af því að Norðurskautsráðið sé tilnefnt að þessu sinni. Reuters-fréttastofan segir Norðurskautsráðið eitt af þeim nöfnum sem mikið sé í umræðunni í ár; fyrir þátt sinn í að tryggja friðsamleg samskipti á norðurslóðum, þrátt fyrir spennu á svæðinu.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor þegar Ísland tók við formennskunni.Vísir/EPAFari svo að Norðurskautsráðið hljóti friðarverðlaunin í ár kemur það væntanlega í hlut fulltrúa þess ríkis sem fer með formennskuna í ráðinu að taka við heiðrinum en svo vill til að núna er það Ísland. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það verði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem stígi á sviðið í Osló til að taka við Nóbelnum í ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurslóðir Nóbelsverðlaun Utanríkismál Tengdar fréttir Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27 Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46 Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59 Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00 Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27
Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46
Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59
Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45
Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30
Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00
Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02