Íslenskur ráðherra gæti tekið við friðarverðlaunum Nóbels Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2019 20:10 Guðlaugur Þór Þórðarson tók við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir Íslands hönd af utanríkisráðherra Finnlands í maímánuði. Mynd/Utanríkisráðuneytið. Sænska loftslagsbaráttustúlkan Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Sá möguleiki er fyrir hendi að Íslendingur taki við þessari eftirsóttu viðurkenningu í fyrsta sinn í sögunni. Þetta var nánar skýrt í fréttum Stöðvar 2. Norska nóbelsverðlaunanefndin tilkynnir í lok næstu viku hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár en verðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Oslóar í desember. Að þessu sinni telja veðbankar líklegast að hin sextán ára Greta Thunberg hljóti verðlaunin. Sömu veðbankar segja reyndar Donald Trump Bandaríkjaforseta næstlíklegastan.Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaunin í ár. Hér sést hún skamma þjóðarleiðtoga heims í ræðunni frægu hjá Sameinuðu þjóðunum.Vísir/EPANóbelsverðlaunanefndin birtir ekki tilnefningar, aðeins fjölda þeirra, og hefur greint frá því að 301 aðili sé tilnefndur í ár, 223 einstaklingar og 78 samtök. Þröngt skilgreindur hópur hefur rétt til að senda inn tilnefningar. Síðustu daga hafa fréttir birst af því að Norðurskautsráðið sé tilnefnt að þessu sinni. Reuters-fréttastofan segir Norðurskautsráðið eitt af þeim nöfnum sem mikið sé í umræðunni í ár; fyrir þátt sinn í að tryggja friðsamleg samskipti á norðurslóðum, þrátt fyrir spennu á svæðinu.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor þegar Ísland tók við formennskunni.Vísir/EPAFari svo að Norðurskautsráðið hljóti friðarverðlaunin í ár kemur það væntanlega í hlut fulltrúa þess ríkis sem fer með formennskuna í ráðinu að taka við heiðrinum en svo vill til að núna er það Ísland. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það verði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem stígi á sviðið í Osló til að taka við Nóbelnum í ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurslóðir Nóbelsverðlaun Utanríkismál Tengdar fréttir Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27 Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46 Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59 Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00 Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Sænska loftslagsbaráttustúlkan Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Sá möguleiki er fyrir hendi að Íslendingur taki við þessari eftirsóttu viðurkenningu í fyrsta sinn í sögunni. Þetta var nánar skýrt í fréttum Stöðvar 2. Norska nóbelsverðlaunanefndin tilkynnir í lok næstu viku hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár en verðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Oslóar í desember. Að þessu sinni telja veðbankar líklegast að hin sextán ára Greta Thunberg hljóti verðlaunin. Sömu veðbankar segja reyndar Donald Trump Bandaríkjaforseta næstlíklegastan.Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaunin í ár. Hér sést hún skamma þjóðarleiðtoga heims í ræðunni frægu hjá Sameinuðu þjóðunum.Vísir/EPANóbelsverðlaunanefndin birtir ekki tilnefningar, aðeins fjölda þeirra, og hefur greint frá því að 301 aðili sé tilnefndur í ár, 223 einstaklingar og 78 samtök. Þröngt skilgreindur hópur hefur rétt til að senda inn tilnefningar. Síðustu daga hafa fréttir birst af því að Norðurskautsráðið sé tilnefnt að þessu sinni. Reuters-fréttastofan segir Norðurskautsráðið eitt af þeim nöfnum sem mikið sé í umræðunni í ár; fyrir þátt sinn í að tryggja friðsamleg samskipti á norðurslóðum, þrátt fyrir spennu á svæðinu.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor þegar Ísland tók við formennskunni.Vísir/EPAFari svo að Norðurskautsráðið hljóti friðarverðlaunin í ár kemur það væntanlega í hlut fulltrúa þess ríkis sem fer með formennskuna í ráðinu að taka við heiðrinum en svo vill til að núna er það Ísland. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það verði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem stígi á sviðið í Osló til að taka við Nóbelnum í ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurslóðir Nóbelsverðlaun Utanríkismál Tengdar fréttir Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27 Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46 Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59 Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00 Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27
Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46
Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59
Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45
Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30
Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00
Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02