Konur mega nú gista einar á hótelum í Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 22:15 Sádiarabískar konur munu einnig geta ferðast einar og gist á hótelum án fylgdarmanns. getty/Sean Gallup Ógift erlend pör munu nú geta leigt hótelherbergi saman í Sádi-Arabíu en það hefur ekki staðið til boða hingað til. Breytingin er hluti af nýju ferðaleyfi fyrir erlenda ríkisborgara sem verið er að koma á laggirnar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þessa munu konur einnig geta gist einar á hótelherbergjum. Áður en þessi breyting kom til þurftu pör að sanna að þau væru gift áður en þau fengu hótelherbergi. Breytingarnar eru einn liður í tilraunum sádi-arabíska konungsveldisins til að auka ferðamannaaðsókn til landsins. Ríkið hefur síðastliðin misseri gert ýmsar breytingar í von um að heilla mögulega ferðamenn og fjárfesta. Nýlega voru réttindi kvenna til að ferðast aukin og geta konur nú ferðast án leyfis eiginmanns eða karlkyns ættingja sinna og þær mega keyra bíl sjálfar. Hingað til hafa pör þurft að sýna fram á hjónaband með opinberum skjölum en nú hefur þessum reglum verið aflétt fyrir erlenda ríkisborgara. „Allir Sádar þurfa að sýna fram á að um fjölskyldu sé að ræða eða sönnun fyrir sambandi þegar þeir gista á hótelum,“ sagði talsmaður sádi-arabísku nefndarinnar um ferðaþjónustu og þjóðararfleifð í tilkynningu. „Þetta gildir ekki um erlenda ríkisborgara. Allar konur, þar á meðal sádi-arabískar konur, geta bókað og gist á hótelherbergjum einar síns liðs svo lengi sem þær rétta fram skilríki þegar þær mæta.“ Þá munu kvenkyns ferðamenn ekki þurfa að hylja sig frá toppi til táa en munu samt þurfa að vera siðsamlegar til fara. Jafnréttismál Sádi-Arabía Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Ógift erlend pör munu nú geta leigt hótelherbergi saman í Sádi-Arabíu en það hefur ekki staðið til boða hingað til. Breytingin er hluti af nýju ferðaleyfi fyrir erlenda ríkisborgara sem verið er að koma á laggirnar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þessa munu konur einnig geta gist einar á hótelherbergjum. Áður en þessi breyting kom til þurftu pör að sanna að þau væru gift áður en þau fengu hótelherbergi. Breytingarnar eru einn liður í tilraunum sádi-arabíska konungsveldisins til að auka ferðamannaaðsókn til landsins. Ríkið hefur síðastliðin misseri gert ýmsar breytingar í von um að heilla mögulega ferðamenn og fjárfesta. Nýlega voru réttindi kvenna til að ferðast aukin og geta konur nú ferðast án leyfis eiginmanns eða karlkyns ættingja sinna og þær mega keyra bíl sjálfar. Hingað til hafa pör þurft að sýna fram á hjónaband með opinberum skjölum en nú hefur þessum reglum verið aflétt fyrir erlenda ríkisborgara. „Allir Sádar þurfa að sýna fram á að um fjölskyldu sé að ræða eða sönnun fyrir sambandi þegar þeir gista á hótelum,“ sagði talsmaður sádi-arabísku nefndarinnar um ferðaþjónustu og þjóðararfleifð í tilkynningu. „Þetta gildir ekki um erlenda ríkisborgara. Allar konur, þar á meðal sádi-arabískar konur, geta bókað og gist á hótelherbergjum einar síns liðs svo lengi sem þær rétta fram skilríki þegar þær mæta.“ Þá munu kvenkyns ferðamenn ekki þurfa að hylja sig frá toppi til táa en munu samt þurfa að vera siðsamlegar til fara.
Jafnréttismál Sádi-Arabía Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira