Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 8. október 2019 10:00 Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun