ADHD og eldra fólk Sólveig Ásgrímsdóttir skrifar 9. október 2019 17:25 Er ADHD ekki bara til hjá börnum og ungu fólki? Er ekki þetta eitthvað sem eldist af fólki? Skiptir ADHD greining einhverju máli þegar fólk er hætt að vinna? Þótt mikið hafi verið fjallað um ADHD hjá börnum unglingum og ungu fólki hefur lítið farið fyrir umræðu um ADHD og eldri borgara. En ADHD batnar ekki þegar komið er á efri ár. Til er hollensk rannsókn sem sýndi að 2,8% fólks á sextugsaldri eða eldra var með ADHD. Einkennin minnka með aldrinum en þau breytast líka ekki síst hætta sum þeirra að vera eins íþyngjandi og þau voru áður. Hvort það er vegna þess að þau hafa dofnað eða vegna þess að sá eða sú sem í hlut á hættir að láta á þau reyna. Til dæmis með því að hætta að gera það sem krefst viðvarandi athygli t.d. að lesa bók. Sjaldan er litið til þess að ADHD geti verið vandi hjá t.d. 60 ára einstaklingi sem á við kvíða og þunglyndi að stríða og er oft eins og úti á þekju. Oft er litið á að um sé að ræða aldurstengd vandamál jafnvel sem byrjandi elliglöp. Þó það geti þetta verið rétt, er full ástæða til að meta hvort ADHD geti legið að baki og vinna út frá því.Aldrei of seint að greina ADHD. Hvers vegna að hafa áhyggjur af þessu svona seint þegar viðkomandi er hættur að vinna? Er hægt að greina ADHD frá ýmsum kvillum sem fylgja eldra fólki? Hvers vegna að fara að gera eitthvað nú þegar hann er búin að vera svona alla ævi. Það er rétt vegna þessa að sérhver á rétt á því að fá sem bestar og réttastar upplýsingar um heilsufar sitt að örðum kosti hefur hann ekki forsendur til að haga lífi sínu á sem heilbrigðastan hátt. Í öðru lagi þá gefur ADHD greining svör við áleitnum spurningum eins og: „hvers vegna hef ég alltaf átt erfitt með……“ „er það út af heimsku eða er ég svona kærulaus.“ „Af hverju hef ég aldri tollað lengi á sama vinnustað?“Gott og vont með ADHD Fólk með ADHD er ekki allt eins. Sumir hafa lifað ágætis lífi og náð árangri í störfum sínum. Þetta er oft hæfileikaríkt fólk sem hefur getað nýtt kosti þess að hafa ADHD , frumkvöðlar og hugrakkir einstaklingar. Samt hefur þetta fólk þurft að kljást við margskonar erfiðleika og komast yfir margar hindranir og flestir höfðu aldrei hugmynd um það hvers vegna þau þurftu að leggja miklu meira á sig en samferðafólkið. Svo eru aðrir sem ekki njóta sömu velgengni og hafa aldrei fundið sig alveg í lífinu. Þetta fólk hefur farið geng um lífið stundum vel og stundum ekki. Á eldri árum er þetta fólk oft þreytt og lasið. Margir hafa fengið ýmsar sjúkdómsgreiningar, en engin lækning hefur fylgt. Það hefur sætt við ástandið en án þess að vera í alvöru sátt við það. Þeir sem teljast til þriðja hópsins eru einstaklingar sem trúa því sjálfir að þeim hafi mistekist í lífinu og hafa dregið sig í hlé, bitrir og án vonar. Þeir hafa fyrir löngu slitið tengslum við aðra jafnvel fjölskyldu sína. Eru einfarar, komnir á örorkubætur, en hafna öllum tilboðum um frekari rannsóknir og vilja ekki heyra frá neinum nýjungum og síst af öllu um einhvern nýjan sjúkdóm sem þeir eiga að hafa. Þau hafa dregið sig í hlé og hafa yfirleitt engan félagsskap annan en sjónvarpið oft með einhvern fíknisjúkdóm.Líf í nýju ljósi Fólk með ógreint ADHD og sem komið er á efri ár, hefur þurft að lifa með þessari röskun og hefur komið sér upp aðferðum til þess. Til dæmis með því að nýta tengslin á vinnustað og skipulagið þar. Eldra fólk sem er að fá greiningu í fyrsta sinn segir t.d. „ég átti góða vinnufélaga og gat leitaði til þeirra því þeir þekktu mig og þetta var allt í föstum skorðum.“ Einnig kemur fram að þetta fólk skilaði alltaf, að eigin mati, afköstum undir getu. Góður starfsmaður vissi að, ef hann hefði getað einbeitt sér nægjanlega hefði hann getað verið frábær starfsmaður, „Bara ef ég hefði ekki alltaf verið svona latur“ eða „maður hefur alltaf verið óttalegur bjáni.“ Greining á vanda eldra fólks er vandasöm. Hugræn einkenni eins og gleymska, minnkandi snerpa í hugsun, að missa þráðinn í samræðum þetta getur allt verið merki um vitræna truflun eða glöp. En ef þessi einkenni hafa verið til staðar frá unga aldri eru líkur á því að hér sé um ADHD að ræða. Einnig þarf að hafa í huga að kvíðaeinkenni og þunglyndi geta birst á svipaðan hátt og oft eru þetta fylgikvillar ADHD.Betra líf með ADHD Hvað er þá hægt að gera. Stundum geta lyf hjálpað en lyfjameðferð eldra fólks er vandasöm og oft ekki æskileg. En það er hægt að beita sálfræðimeðferð og annarri meðferð t.d. markþjálfun til að auka lífsgæði og draga úr kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er að þeir sem sinna eldri borgurum þekki ADHD og geri ráð fyrir að þeir sem eldri eru geti átt við þessa röskun að stríða eins og þeir yngri. Líklegar birtast þó ADHD einkenni á mismunandi hátt, hjá þessum aldurshópum. Það er mikil þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði, en fáar rannsóknir eru til um ADHD hjá eldra fólki, hvernig einkenni þróast, hvaða fylgiraskanir eru líklegar og síðast en ekki síst hvað meðferðarleiðir gagnar eldra fólki best. Höfundur er sálfræðingur og höfundur bókarinnar Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Er ADHD ekki bara til hjá börnum og ungu fólki? Er ekki þetta eitthvað sem eldist af fólki? Skiptir ADHD greining einhverju máli þegar fólk er hætt að vinna? Þótt mikið hafi verið fjallað um ADHD hjá börnum unglingum og ungu fólki hefur lítið farið fyrir umræðu um ADHD og eldri borgara. En ADHD batnar ekki þegar komið er á efri ár. Til er hollensk rannsókn sem sýndi að 2,8% fólks á sextugsaldri eða eldra var með ADHD. Einkennin minnka með aldrinum en þau breytast líka ekki síst hætta sum þeirra að vera eins íþyngjandi og þau voru áður. Hvort það er vegna þess að þau hafa dofnað eða vegna þess að sá eða sú sem í hlut á hættir að láta á þau reyna. Til dæmis með því að hætta að gera það sem krefst viðvarandi athygli t.d. að lesa bók. Sjaldan er litið til þess að ADHD geti verið vandi hjá t.d. 60 ára einstaklingi sem á við kvíða og þunglyndi að stríða og er oft eins og úti á þekju. Oft er litið á að um sé að ræða aldurstengd vandamál jafnvel sem byrjandi elliglöp. Þó það geti þetta verið rétt, er full ástæða til að meta hvort ADHD geti legið að baki og vinna út frá því.Aldrei of seint að greina ADHD. Hvers vegna að hafa áhyggjur af þessu svona seint þegar viðkomandi er hættur að vinna? Er hægt að greina ADHD frá ýmsum kvillum sem fylgja eldra fólki? Hvers vegna að fara að gera eitthvað nú þegar hann er búin að vera svona alla ævi. Það er rétt vegna þessa að sérhver á rétt á því að fá sem bestar og réttastar upplýsingar um heilsufar sitt að örðum kosti hefur hann ekki forsendur til að haga lífi sínu á sem heilbrigðastan hátt. Í öðru lagi þá gefur ADHD greining svör við áleitnum spurningum eins og: „hvers vegna hef ég alltaf átt erfitt með……“ „er það út af heimsku eða er ég svona kærulaus.“ „Af hverju hef ég aldri tollað lengi á sama vinnustað?“Gott og vont með ADHD Fólk með ADHD er ekki allt eins. Sumir hafa lifað ágætis lífi og náð árangri í störfum sínum. Þetta er oft hæfileikaríkt fólk sem hefur getað nýtt kosti þess að hafa ADHD , frumkvöðlar og hugrakkir einstaklingar. Samt hefur þetta fólk þurft að kljást við margskonar erfiðleika og komast yfir margar hindranir og flestir höfðu aldrei hugmynd um það hvers vegna þau þurftu að leggja miklu meira á sig en samferðafólkið. Svo eru aðrir sem ekki njóta sömu velgengni og hafa aldrei fundið sig alveg í lífinu. Þetta fólk hefur farið geng um lífið stundum vel og stundum ekki. Á eldri árum er þetta fólk oft þreytt og lasið. Margir hafa fengið ýmsar sjúkdómsgreiningar, en engin lækning hefur fylgt. Það hefur sætt við ástandið en án þess að vera í alvöru sátt við það. Þeir sem teljast til þriðja hópsins eru einstaklingar sem trúa því sjálfir að þeim hafi mistekist í lífinu og hafa dregið sig í hlé, bitrir og án vonar. Þeir hafa fyrir löngu slitið tengslum við aðra jafnvel fjölskyldu sína. Eru einfarar, komnir á örorkubætur, en hafna öllum tilboðum um frekari rannsóknir og vilja ekki heyra frá neinum nýjungum og síst af öllu um einhvern nýjan sjúkdóm sem þeir eiga að hafa. Þau hafa dregið sig í hlé og hafa yfirleitt engan félagsskap annan en sjónvarpið oft með einhvern fíknisjúkdóm.Líf í nýju ljósi Fólk með ógreint ADHD og sem komið er á efri ár, hefur þurft að lifa með þessari röskun og hefur komið sér upp aðferðum til þess. Til dæmis með því að nýta tengslin á vinnustað og skipulagið þar. Eldra fólk sem er að fá greiningu í fyrsta sinn segir t.d. „ég átti góða vinnufélaga og gat leitaði til þeirra því þeir þekktu mig og þetta var allt í föstum skorðum.“ Einnig kemur fram að þetta fólk skilaði alltaf, að eigin mati, afköstum undir getu. Góður starfsmaður vissi að, ef hann hefði getað einbeitt sér nægjanlega hefði hann getað verið frábær starfsmaður, „Bara ef ég hefði ekki alltaf verið svona latur“ eða „maður hefur alltaf verið óttalegur bjáni.“ Greining á vanda eldra fólks er vandasöm. Hugræn einkenni eins og gleymska, minnkandi snerpa í hugsun, að missa þráðinn í samræðum þetta getur allt verið merki um vitræna truflun eða glöp. En ef þessi einkenni hafa verið til staðar frá unga aldri eru líkur á því að hér sé um ADHD að ræða. Einnig þarf að hafa í huga að kvíðaeinkenni og þunglyndi geta birst á svipaðan hátt og oft eru þetta fylgikvillar ADHD.Betra líf með ADHD Hvað er þá hægt að gera. Stundum geta lyf hjálpað en lyfjameðferð eldra fólks er vandasöm og oft ekki æskileg. En það er hægt að beita sálfræðimeðferð og annarri meðferð t.d. markþjálfun til að auka lífsgæði og draga úr kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er að þeir sem sinna eldri borgurum þekki ADHD og geri ráð fyrir að þeir sem eldri eru geti átt við þessa röskun að stríða eins og þeir yngri. Líklegar birtast þó ADHD einkenni á mismunandi hátt, hjá þessum aldurshópum. Það er mikil þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði, en fáar rannsóknir eru til um ADHD hjá eldra fólki, hvernig einkenni þróast, hvaða fylgiraskanir eru líklegar og síðast en ekki síst hvað meðferðarleiðir gagnar eldra fólki best. Höfundur er sálfræðingur og höfundur bókarinnar Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun