Tapaði veðmáli við norska boltastjörnu Björn Þorfinnsson skrifar 23. september 2019 06:00 Fannar Þór Heiðuson kemur í mark í hálfmaraþoni í Osló. Aðsend mynd Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira