Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 20:45 Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð. Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð.
Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44