Kjarasamningar leitt til fleiri uppsagna en fall WOW air Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2019 08:45 Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í húsakynnum Ríkissáttasemjara í aprílbyrjun. Vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00