Háskólasvæðið með sjálfbærni að leiðarljósi Ásmundur Jóhannsson og Róbert Ingi Ragnarsson skrifar 27. september 2019 16:30 Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun