Dómsmálaráðherra mætti í bíó á Litla Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2019 19:15 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra mætti óvænt í fangelsið á Litla Hrauni í gær til að fara þar í bíó og hlusta á fyrirlestur um endurvinnslu og flokkun á sorpi í fangelsinu. Það er mjög sjaldgæft að almenningi sé hleypt inn í fangelsið á Litla Hrauni og hvað þá til að fara þangað í bíó í íþróttasalnum. Það gerðist þó í gær þegar kvikmyndahátíðin Brim fór fram á Eyrarbakka þar sem nokkrar kvikmyndir um plast og skaðsemi þess voru sýndar á mismunandi stöðum í þorpinu, m.a. á Litla Hrauni. Þar var boðið upp á veitingar, reyndar ekki popp og kók en kaffi, gos og nammi með myndinni. Áður en kvikmyndin var sett í gang hélt Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins fróðlegt erindi um flokkun á sorpi og endurvinnslu í fangelsinu. Það kom gestum á óvart og ekki síst Halldóri Vali og fangavörðum á staðnum þegar nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti óvænt í íþróttahúsið með vinkonu sinni til að horfa á myndina og hlusta á fyrirlesturinn. Fram kom hjá Halldóri Vali að endurvinnsla er eitt af verkefnum fangelsisins, sem atvinnumál hjá föngum en bílfarmar frá Íslenska Gámafélaginu koma í hverri viku í fangelsið með ónýt raftæki, sem fangarnir sjá um að flokka. „Þarna erum við ekki fyrir neinum, við erum ekki í samkeppni við vernduðu vinnustaðina og við erum ekki í samkeppni við atvinnulífið. Þarna erum við búin að finna þann vettvang, sem við teljum að sé okkar vettvangur í atvinnustarfsemi og erum sífellt að reyna að finna fleiri svona verkefni“, segir Halldór Valur.Góð stemming var í íþróttahúsinu á Litla Hrauni þar sem bíósýningin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mörg þvagsýni eru tekin á Litla Hrauni á hverju ári. „Við erum að taka þúsund þvagsýni af skjólstæðingum á hverju ári. Það eru einnota glös í kringum það, ofsalega mikið plastumhverfi“. Halldór Valur segir og starfsmenn á Litla Hrauni og fangar séu jákvæðir fyrir flokkun og endurvinnslu og allir ætli að gera sitt best til að vinna á jákvæðan hátt fyrir umhverfið. „Ég vona bara á næstu kvikmyndahátíð á Eyrarbakka og við verðum aftur þátttakendur á þá getum við bara farið yfir það hvaða markmiðum verðum búin að ná þá því við erum bara farin af stað hér og nú“, segir Halldór Valur. Halldór Valur kom víða við í erindi sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Fangelsismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra mætti óvænt í fangelsið á Litla Hrauni í gær til að fara þar í bíó og hlusta á fyrirlestur um endurvinnslu og flokkun á sorpi í fangelsinu. Það er mjög sjaldgæft að almenningi sé hleypt inn í fangelsið á Litla Hrauni og hvað þá til að fara þangað í bíó í íþróttasalnum. Það gerðist þó í gær þegar kvikmyndahátíðin Brim fór fram á Eyrarbakka þar sem nokkrar kvikmyndir um plast og skaðsemi þess voru sýndar á mismunandi stöðum í þorpinu, m.a. á Litla Hrauni. Þar var boðið upp á veitingar, reyndar ekki popp og kók en kaffi, gos og nammi með myndinni. Áður en kvikmyndin var sett í gang hélt Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins fróðlegt erindi um flokkun á sorpi og endurvinnslu í fangelsinu. Það kom gestum á óvart og ekki síst Halldóri Vali og fangavörðum á staðnum þegar nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti óvænt í íþróttahúsið með vinkonu sinni til að horfa á myndina og hlusta á fyrirlesturinn. Fram kom hjá Halldóri Vali að endurvinnsla er eitt af verkefnum fangelsisins, sem atvinnumál hjá föngum en bílfarmar frá Íslenska Gámafélaginu koma í hverri viku í fangelsið með ónýt raftæki, sem fangarnir sjá um að flokka. „Þarna erum við ekki fyrir neinum, við erum ekki í samkeppni við vernduðu vinnustaðina og við erum ekki í samkeppni við atvinnulífið. Þarna erum við búin að finna þann vettvang, sem við teljum að sé okkar vettvangur í atvinnustarfsemi og erum sífellt að reyna að finna fleiri svona verkefni“, segir Halldór Valur.Góð stemming var í íþróttahúsinu á Litla Hrauni þar sem bíósýningin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mörg þvagsýni eru tekin á Litla Hrauni á hverju ári. „Við erum að taka þúsund þvagsýni af skjólstæðingum á hverju ári. Það eru einnota glös í kringum það, ofsalega mikið plastumhverfi“. Halldór Valur segir og starfsmenn á Litla Hrauni og fangar séu jákvæðir fyrir flokkun og endurvinnslu og allir ætli að gera sitt best til að vinna á jákvæðan hátt fyrir umhverfið. „Ég vona bara á næstu kvikmyndahátíð á Eyrarbakka og við verðum aftur þátttakendur á þá getum við bara farið yfir það hvaða markmiðum verðum búin að ná þá því við erum bara farin af stað hér og nú“, segir Halldór Valur. Halldór Valur kom víða við í erindi sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Fangelsismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira