Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Þorlákur Helgi Helgason skrifar 10. september 2019 07:00 Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? Við höfum beitt okkur fyrir því að skólar geti stuðst við Olweusaráætlunina gegn einelti. Hún er byggð á áratuga reynslu á Íslandi allt frá því að við hófum innleiðingu hennar árið 2002. Mikil þekking hefur safnast fyrir í þeim skólum sem fylgja áætluninni. Og reyndar hefur þekkingin og færnin flust milli skóla með starfsfólki sem hefur verið þátttakendur í áætluninni. Frá byrjun hafa um eitt hundrað skólar innleitt Olweusaráætlunina að hluta eða í heild. Einelti teygir anga sína um allt samfélag okkar. Einnig til skólanna. Sérhver skóli á að styðjast við eineltisáætlun. Það er nauðsynlegt að rækta starfið gegn einelti alla daga með öllum ráðum sem eru talin bera árangur. Við vitum hvað það er sem skiptir mestu máli – ef verið er að tryggja nemendum öryggi og vellíðan. Langvarandi slæmt einelti hefur afgerandi áhrif á börn og unglinga. Það eltir viðkomandi um ókomin ár ef það tekur sér bólfestu í sálinni. Sá sem beitir sér fyrir því að barn sé lagt í einelti veit innst inni að það skaðar þann sem verður fyrir. Olweusaráætlunin nær til allra þátta skólastarfs. Er hluti af heild þar sem þátttakendur eru börnin í skólanum, starfsfólks skólans, foreldrar – og teygir anga sína um allt skólasamfélagið. Við viljum nefnilega að sömu reglur gildi í félags- og tómstundastarfi og eru í skólanum. Olweusaráætlunin er eins konar umgjörð um nemandann. Barninu á að líða vel í skólanum og við viljum beita áhrifaríkustu aðferðum til að svo megi verða. Í upphafi skólaárs er fyrir mestu að skólasamfélagið sameinist um að efla velferð nemandans. Við viljum vera með á þeirri velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? Við höfum beitt okkur fyrir því að skólar geti stuðst við Olweusaráætlunina gegn einelti. Hún er byggð á áratuga reynslu á Íslandi allt frá því að við hófum innleiðingu hennar árið 2002. Mikil þekking hefur safnast fyrir í þeim skólum sem fylgja áætluninni. Og reyndar hefur þekkingin og færnin flust milli skóla með starfsfólki sem hefur verið þátttakendur í áætluninni. Frá byrjun hafa um eitt hundrað skólar innleitt Olweusaráætlunina að hluta eða í heild. Einelti teygir anga sína um allt samfélag okkar. Einnig til skólanna. Sérhver skóli á að styðjast við eineltisáætlun. Það er nauðsynlegt að rækta starfið gegn einelti alla daga með öllum ráðum sem eru talin bera árangur. Við vitum hvað það er sem skiptir mestu máli – ef verið er að tryggja nemendum öryggi og vellíðan. Langvarandi slæmt einelti hefur afgerandi áhrif á börn og unglinga. Það eltir viðkomandi um ókomin ár ef það tekur sér bólfestu í sálinni. Sá sem beitir sér fyrir því að barn sé lagt í einelti veit innst inni að það skaðar þann sem verður fyrir. Olweusaráætlunin nær til allra þátta skólastarfs. Er hluti af heild þar sem þátttakendur eru börnin í skólanum, starfsfólks skólans, foreldrar – og teygir anga sína um allt skólasamfélagið. Við viljum nefnilega að sömu reglur gildi í félags- og tómstundastarfi og eru í skólanum. Olweusaráætlunin er eins konar umgjörð um nemandann. Barninu á að líða vel í skólanum og við viljum beita áhrifaríkustu aðferðum til að svo megi verða. Í upphafi skólaárs er fyrir mestu að skólasamfélagið sameinist um að efla velferð nemandans. Við viljum vera með á þeirri velferð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar