Ætla að opna sjoppu aftur í Stykkishólmi Ari Brynjólfsson skrifar 13. september 2019 06:15 Rúmlega 1200 manns búa sjoppulausir í Stykkishólmi. Fréttablaðið/stefán Rekstraraðilar Skúrsins í Stykkishólmi stefna að því að opna veitingastað með sjoppu í gamla húsnæði Olís í bænum. Þetta staðfestir Sveinn Arnar Davíðsson, kokkur og einn eigenda Skúrsins. Skúrnum og Pizzunni, sem einnig er í eigu Sveins Arnars og Arnþórs Pálssonar, verður lokað, í staðinn munu þeir opna veitingastað og sjoppu í anda þess sem Olís rak. „Við verðum með litla sjoppu og stærri veitingastað. Svo munum við selja olíuvörur eins og Olís gerði,“ segir Sveinn Arnar. „Fyrirkomulagið verður eins og á gamla Olís, fólk sækir mat í afgreiðsluna en við munum halda því sem gengið hefur vel í Skúrnum, eins og mat í hádeginu fyrir vinnumennina.“ Þeir eru ekki búnir að fá húsnæðið afhent og geta ekki gefið dagsetninguna þegar þeir opna, það verði þó í haust. „Við fáum afhent fljótlega,“ segir Sveinn. „Við erum tvær fjölskyldur sem erum að leggja allt undir, þannig að það má ekki mikið klikka.“ Olís þurfti að loka verslun og veitingastað bensínstöðvarinnar í mars síðastliðnum að kröfu Samkeppniseftirlitsins í kjölfar sameiningar Olís og Haga í fyrra, en Hagar reka verslun Bónuss í bænum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, furðar sig enn á þeirri ákvörðun.Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.„Við búum svo vel að vera með Bónus hér í Stykkishólmi og taldi Samkeppniseftirlitið það takmörkun á smásölu að hafa Olís hér líka,“ segir Jakob. „Eins og allir vita þá er Bónus með sama verð um allt land, ég geri ráð fyrir að Olís sé með nær öll verð eins um allt land, þá heldur það engu vatni að halda að það komi neytendum í Stykkishólmi til góða að loka verslun Olís nema þeir fari að hækka verðin hér.“ Athafnamaðurinn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson opnaði verslunina Bensó eftir að Olís lokaði, þeirri verslun var lokað nú í vikunni. Íbúi í Stykkishólmi sem Fréttablaðið ræddi við segir marga óánægða með að hafa enga sjoppu í bænum, ekki sé lengur hægt að fara á nammibar, fá ís í brauðformi og þegar Bónus sé lokað þurfi að keyra til Grundarfjarðar til að kaupa gos. „Það varð allt vitlaust hérna,“ segir Sveinn. „Það var óánægja þegar nammibarinn fór og svona.“ Jakob segir að hann sjái enn eftir verslun Olís, til dæmis þegar komi að því að nálgast gas. Hann horfir þó bjartsýnum augum á framtíðina. „Núna er það tímabundið ástand að það er engin sjoppa, svo eiga strákarnir eftir að sanna sig.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Stykkishólmur Veitingastaðir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Rekstraraðilar Skúrsins í Stykkishólmi stefna að því að opna veitingastað með sjoppu í gamla húsnæði Olís í bænum. Þetta staðfestir Sveinn Arnar Davíðsson, kokkur og einn eigenda Skúrsins. Skúrnum og Pizzunni, sem einnig er í eigu Sveins Arnars og Arnþórs Pálssonar, verður lokað, í staðinn munu þeir opna veitingastað og sjoppu í anda þess sem Olís rak. „Við verðum með litla sjoppu og stærri veitingastað. Svo munum við selja olíuvörur eins og Olís gerði,“ segir Sveinn Arnar. „Fyrirkomulagið verður eins og á gamla Olís, fólk sækir mat í afgreiðsluna en við munum halda því sem gengið hefur vel í Skúrnum, eins og mat í hádeginu fyrir vinnumennina.“ Þeir eru ekki búnir að fá húsnæðið afhent og geta ekki gefið dagsetninguna þegar þeir opna, það verði þó í haust. „Við fáum afhent fljótlega,“ segir Sveinn. „Við erum tvær fjölskyldur sem erum að leggja allt undir, þannig að það má ekki mikið klikka.“ Olís þurfti að loka verslun og veitingastað bensínstöðvarinnar í mars síðastliðnum að kröfu Samkeppniseftirlitsins í kjölfar sameiningar Olís og Haga í fyrra, en Hagar reka verslun Bónuss í bænum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, furðar sig enn á þeirri ákvörðun.Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.„Við búum svo vel að vera með Bónus hér í Stykkishólmi og taldi Samkeppniseftirlitið það takmörkun á smásölu að hafa Olís hér líka,“ segir Jakob. „Eins og allir vita þá er Bónus með sama verð um allt land, ég geri ráð fyrir að Olís sé með nær öll verð eins um allt land, þá heldur það engu vatni að halda að það komi neytendum í Stykkishólmi til góða að loka verslun Olís nema þeir fari að hækka verðin hér.“ Athafnamaðurinn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson opnaði verslunina Bensó eftir að Olís lokaði, þeirri verslun var lokað nú í vikunni. Íbúi í Stykkishólmi sem Fréttablaðið ræddi við segir marga óánægða með að hafa enga sjoppu í bænum, ekki sé lengur hægt að fara á nammibar, fá ís í brauðformi og þegar Bónus sé lokað þurfi að keyra til Grundarfjarðar til að kaupa gos. „Það varð allt vitlaust hérna,“ segir Sveinn. „Það var óánægja þegar nammibarinn fór og svona.“ Jakob segir að hann sjái enn eftir verslun Olís, til dæmis þegar komi að því að nálgast gas. Hann horfir þó bjartsýnum augum á framtíðina. „Núna er það tímabundið ástand að það er engin sjoppa, svo eiga strákarnir eftir að sanna sig.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Stykkishólmur Veitingastaðir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira