Mikið rusl frá Íslandi á Jan Mayen Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. september 2019 21:30 Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga. Noregur Umhverfismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga.
Noregur Umhverfismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira