Í röðinni Óttar Guðmundsson skrifar 14. september 2019 11:00 Á síðustu dögum og vikum hefur umferðarþunginn í Reykjavík og nærsveitum aukist til muna. Fjölmiðlar birta daglega raunasögur um Mosfellinga sem sátu í bílum sínum 1-2 klukkustundir til að komast til höfuðborgarinnar. Námfúsir nemar í HR voru þrjá tíma að komast frá Bústaðavegi inn í Nauthólsvík. Bílum hefur fjölgað gífurlega á liðnum árum en vegirnir ekki lengst að sama skapi. Svo bætast við allir útlendingarnir á bílaleigubílum sem hvorki þekkja umferðarreglur né kunna að keyra. Þjóðin vill sinn einkabíl enda ferðast einungis börn og sérvitringar á reiðhjóli eða í strætó. Ástandið batnar ekki og þessir umferðarhnútar eru komnir til að vera. Bifreiðaframleiðendur verða að svara þessu með auknu framboði af afþreyingar- og skemmtiefni til að stytta fólki stundir. Vélarstærð skiptir æ minna máli vegna þess að hraðinn í biðröðunum er takmarkaður. Í staðinn geta menn hannað sjónvarpsskjái og leiki sem henta biðtímanum. Leikjaframleiðendur geta búið til tölvuleiki sem stjórna má úr stýrinu. Með samstilltu tölvuátaki gætu margir ökumenn leikið hver við annan meðan beðið er. Hægt væri að bjóða upp á alls konar námskeið og kennsluefni fyrir fólkið í röðunum. Venjulegur Mosfellingur ætti auðveldlega að geta lært ítölsku og þýsku í þar til gerðu tungumálaforriti fyrir raðir í stað þess að bölsótast út í borgarstjórnarmeirihlutann. Nemendur HR gætu stórbætt námsárangur sinn með því að nota tímann í röðinni. Nuddtæki fyrir höfuð og axlir ætti að vera í hverjum bíl. Þannig má nýta raðirnar á uppbyggilegan hátt. Menntuð og jákvæð þjóð stígur út úr bílnum sínum með bros á vör eftir 2-3 skemmtilegar klukkustundir í umferðarteppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Samgöngur Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum og vikum hefur umferðarþunginn í Reykjavík og nærsveitum aukist til muna. Fjölmiðlar birta daglega raunasögur um Mosfellinga sem sátu í bílum sínum 1-2 klukkustundir til að komast til höfuðborgarinnar. Námfúsir nemar í HR voru þrjá tíma að komast frá Bústaðavegi inn í Nauthólsvík. Bílum hefur fjölgað gífurlega á liðnum árum en vegirnir ekki lengst að sama skapi. Svo bætast við allir útlendingarnir á bílaleigubílum sem hvorki þekkja umferðarreglur né kunna að keyra. Þjóðin vill sinn einkabíl enda ferðast einungis börn og sérvitringar á reiðhjóli eða í strætó. Ástandið batnar ekki og þessir umferðarhnútar eru komnir til að vera. Bifreiðaframleiðendur verða að svara þessu með auknu framboði af afþreyingar- og skemmtiefni til að stytta fólki stundir. Vélarstærð skiptir æ minna máli vegna þess að hraðinn í biðröðunum er takmarkaður. Í staðinn geta menn hannað sjónvarpsskjái og leiki sem henta biðtímanum. Leikjaframleiðendur geta búið til tölvuleiki sem stjórna má úr stýrinu. Með samstilltu tölvuátaki gætu margir ökumenn leikið hver við annan meðan beðið er. Hægt væri að bjóða upp á alls konar námskeið og kennsluefni fyrir fólkið í röðunum. Venjulegur Mosfellingur ætti auðveldlega að geta lært ítölsku og þýsku í þar til gerðu tungumálaforriti fyrir raðir í stað þess að bölsótast út í borgarstjórnarmeirihlutann. Nemendur HR gætu stórbætt námsárangur sinn með því að nota tímann í röðinni. Nuddtæki fyrir höfuð og axlir ætti að vera í hverjum bíl. Þannig má nýta raðirnar á uppbyggilegan hátt. Menntuð og jákvæð þjóð stígur út úr bílnum sínum með bros á vör eftir 2-3 skemmtilegar klukkustundir í umferðarteppu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar