Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2019 22:00 Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian. Vísir/Sigurjón Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 120 lönd hafa skrifað undir samkomulag um þátttöku Kínverja í innviðaframkvæmdum og telur sendiherra Kína, Ísland passa fullkomlega í innviðaverkefnið Belti og braut. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Er það byggt á hinni fornu Silkileið en Belti stendur fyrir landleiðir en braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, segir verkefnið snúast í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. „Á undanförnum rúmum sex árum höfum við séð mikla framþróun. Við höfum undirritað tvíhliða samninga við rúmlega 120 ríki, við næstum 30 alþjóðasamtök, og þarna eru 17 Evrópuríki,“ segir Zhijian.Hér má sjá Vladimir Putin, forseta Rússlands, og Xi Jiping, forseta Kína, á Belti og braut-ráðstefnunni sem haldin var í Kína í apríl síðastliðnum. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af innreið Rússa og Kínverja á Norðurslóðir.Vísir/GettyÁvinningurinn sé mikill fyrir þátttökuþjóðir. Zhijian segir Ísland passa vel inn í Belti og braut vegna staðsetningar landsins og komi til greina sem miðstöð flutninga ef Kínverjar ná að þróa nýja Silkileið um Norðurskautið. Þannig yrði hægt að stytta sjóleiðina frá Asíu til Evrópu úr 40 í 20 daga. Kæmi sú leið í stað þess að þurfa að sigla í gegnum Súes- og Panamaskurðina. „Samkvæmt opinberum upplýsingum er íslenska ríkisstjórnin opin fyrir þeirri hugmynd að undirrita þessa viljayfirlýsingu á viðeigandi tíma í framtíðinni. Við vonumst til að Ísland taki þátt í þessu framtaksverkefni,“ segir Zhijian. Á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvaða framkvæmdir það yrðu en helst yrði horft til hafna og flugvalla. Ekki sé skilyrði að undirgangast alla skilmála verkefnisins, Ísland geti gert samninga um einstök verkefni líkt og Finnar. Er Finnar með í bígerð að bora neðansjávargöng frá Helsinki til Tallin og að leggja járnbraut frá finnsku borginni Rovaniemi til norska bæjarins Kirkens. Bæði Kínverjar og Evrópusambandið koma að þeim verkefnum.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins.Vísir/GettyMike Pence varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins. Greindi Reuters frá því að Pence ætli að ræða innrásir Rússa og Kínverjar inn á norðurslóðir í heimsókn sinni. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á norðurslóðum og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja á svæðið. Hefur Bandaríkjaher áformað sjö milljarða króna í mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Í maí síðastliðnum tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráði en á flokksráðsfundi Vinstri grænna, flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem var haldinn um helgina, var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á Norðurslóðum mótmælt einróma. Zhijian segir Kína vilja stuðla að heimsfriði og enginn hafi hag af vígbúnaðarkapphlaupi á Norðurslóðum. „Við höfum ekkert á móti þróun tvíhliðatengsla á milli Íslands og Bandaríkjanna en við vonum að hver meðlimur alþjóðanefndarinnar leggi sitt af mörgum til friðar og þróunar mannkynsins en ekki einstakra landa.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 120 lönd hafa skrifað undir samkomulag um þátttöku Kínverja í innviðaframkvæmdum og telur sendiherra Kína, Ísland passa fullkomlega í innviðaverkefnið Belti og braut. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Er það byggt á hinni fornu Silkileið en Belti stendur fyrir landleiðir en braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, segir verkefnið snúast í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. „Á undanförnum rúmum sex árum höfum við séð mikla framþróun. Við höfum undirritað tvíhliða samninga við rúmlega 120 ríki, við næstum 30 alþjóðasamtök, og þarna eru 17 Evrópuríki,“ segir Zhijian.Hér má sjá Vladimir Putin, forseta Rússlands, og Xi Jiping, forseta Kína, á Belti og braut-ráðstefnunni sem haldin var í Kína í apríl síðastliðnum. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af innreið Rússa og Kínverja á Norðurslóðir.Vísir/GettyÁvinningurinn sé mikill fyrir þátttökuþjóðir. Zhijian segir Ísland passa vel inn í Belti og braut vegna staðsetningar landsins og komi til greina sem miðstöð flutninga ef Kínverjar ná að þróa nýja Silkileið um Norðurskautið. Þannig yrði hægt að stytta sjóleiðina frá Asíu til Evrópu úr 40 í 20 daga. Kæmi sú leið í stað þess að þurfa að sigla í gegnum Súes- og Panamaskurðina. „Samkvæmt opinberum upplýsingum er íslenska ríkisstjórnin opin fyrir þeirri hugmynd að undirrita þessa viljayfirlýsingu á viðeigandi tíma í framtíðinni. Við vonumst til að Ísland taki þátt í þessu framtaksverkefni,“ segir Zhijian. Á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvaða framkvæmdir það yrðu en helst yrði horft til hafna og flugvalla. Ekki sé skilyrði að undirgangast alla skilmála verkefnisins, Ísland geti gert samninga um einstök verkefni líkt og Finnar. Er Finnar með í bígerð að bora neðansjávargöng frá Helsinki til Tallin og að leggja járnbraut frá finnsku borginni Rovaniemi til norska bæjarins Kirkens. Bæði Kínverjar og Evrópusambandið koma að þeim verkefnum.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins.Vísir/GettyMike Pence varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins. Greindi Reuters frá því að Pence ætli að ræða innrásir Rússa og Kínverjar inn á norðurslóðir í heimsókn sinni. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á norðurslóðum og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja á svæðið. Hefur Bandaríkjaher áformað sjö milljarða króna í mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Í maí síðastliðnum tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráði en á flokksráðsfundi Vinstri grænna, flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem var haldinn um helgina, var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á Norðurslóðum mótmælt einróma. Zhijian segir Kína vilja stuðla að heimsfriði og enginn hafi hag af vígbúnaðarkapphlaupi á Norðurslóðum. „Við höfum ekkert á móti þróun tvíhliðatengsla á milli Íslands og Bandaríkjanna en við vonum að hver meðlimur alþjóðanefndarinnar leggi sitt af mörgum til friðar og þróunar mannkynsins en ekki einstakra landa.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira