Aldrei upplifað hraðari lendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 10:35 Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hún gagnrýnir þó Icelandair fyrir skort á upplýsingagjöf til farþega eftir lendingu. Farþegaþotan sem um ræðir heitir Grábrók, er af gerðinni Boeing 757-256 og með skráningarnúmerið TF-ISV. Vélin fór af stað frá Keflavík um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart í hægri hreyfli. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 162 farþegar voru um borð.Þakklát flugstjóra og áhöfn „Við fengum tilkynningu u.þ.b. hálftíma, fjörutíu mínútum eftir að við lögðum af stað að flugstjórinn hefði þurft að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar. Mér fannst ekki alveg skýrt í upphafi hvers vegna það var en ég hef komist að því seinna að það var vegna þess að þeir misstu olíuþrýsting í hægri hreyfli vélarinnar,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Flugstjórinn hafi fullvissað farþega um að flugvélin væri hönnuð til að geta flogið og lent við slíkar aðstæður. Allt hafi blessunarlega farið vel. „En ég get nú ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega óttalaus. Í fyrsta lagi er ekki þægileg tilfinning að annar af tveimur hreyflum vélarinnar virki ekki en sömuleiðis fannst mér alveg sjást að áhöfnin var ekki algjörlega áhyggjulaus. En þetta tókst vel og flugstjórinn kom okkur heilu og höldnu á staðinn og ég er þakklát fyrir það, og líka áhöfninni fyrir að hafa haldið ró sinni þrátt fyrir allt.“Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.Skjáskot/Flight RadarGreip um sig hræðsla meðal farþega í vélinni?„Nei, miðað við svona uppákomur voru allir mjög rólegir. Og ég upplifði enga ofsahræðslu eða neitt slíkt í þessari vél. Það var aldrei þannig ástand í vélinni að manni liði eins og maður væri að hrapa. En þetta var vissulega hraðari lending en ég hef átt að venjast hingað til. En samt sem áður mýkri en margar lendingar sem ég hef átt á Keflavíkurflugvelli sökum veðurs.“Köld kveðja Icelandair til Svisslendinga Þó að lendingin hafi gengið vel segir Þórhildur Sunna að upplýsingagjöf Icelandair til farþega hafi verið ábótavant. Engar upplýsingar um næstu skref hafi fengist við komu í flugstöðina eftir lendingu og farþegar þurft að bíða talsvert eftir því að vera upplýstir. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Sérstaklega gagnvart útlendingunum í fluginu sem kannski þekkja ekki til staðarhátta hér og vita ekki nákvæmlega til hvers var ætlast af þeim, að það væri enginn sem tæki á móti okkur þegar við komum inn í flugstöðina til þess að upplýsa okkur um næstu skref. Mér fannst það óásættanlegt, sérstaklega gagnvart okkar vinum Svisslendingum sem voru á leiðinni heim eftir ferð á Íslandi. Mér fannst það heldur köld kveðja frá Icelandair til þeirra.“ Gert er ráð fyrir að ný vél fljúgi með strandaglópana klukkan 11:25. Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun, þar sem hún mætir sem formaður laga- og mannréttindanefndar þingsins. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hún gagnrýnir þó Icelandair fyrir skort á upplýsingagjöf til farþega eftir lendingu. Farþegaþotan sem um ræðir heitir Grábrók, er af gerðinni Boeing 757-256 og með skráningarnúmerið TF-ISV. Vélin fór af stað frá Keflavík um klukkan 7:20 í morgun og var snúið við skömmu síðar eftir að bilunar varð vart í hægri hreyfli. Viðbúnaður var virkjaður á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið og flugvélin lenti á vellinum án vandkvæða um klukkan 8:20. 162 farþegar voru um borð.Þakklát flugstjóra og áhöfn „Við fengum tilkynningu u.þ.b. hálftíma, fjörutíu mínútum eftir að við lögðum af stað að flugstjórinn hefði þurft að slökkva á öðrum hreyfli vélarinnar. Mér fannst ekki alveg skýrt í upphafi hvers vegna það var en ég hef komist að því seinna að það var vegna þess að þeir misstu olíuþrýsting í hægri hreyfli vélarinnar,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Flugstjórinn hafi fullvissað farþega um að flugvélin væri hönnuð til að geta flogið og lent við slíkar aðstæður. Allt hafi blessunarlega farið vel. „En ég get nú ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega óttalaus. Í fyrsta lagi er ekki þægileg tilfinning að annar af tveimur hreyflum vélarinnar virki ekki en sömuleiðis fannst mér alveg sjást að áhöfnin var ekki algjörlega áhyggjulaus. En þetta tókst vel og flugstjórinn kom okkur heilu og höldnu á staðinn og ég er þakklát fyrir það, og líka áhöfninni fyrir að hafa haldið ró sinni þrátt fyrir allt.“Hér sést ferill vélarinnar í morgun en henni var snúið við skömmu eftir flugtak.Skjáskot/Flight RadarGreip um sig hræðsla meðal farþega í vélinni?„Nei, miðað við svona uppákomur voru allir mjög rólegir. Og ég upplifði enga ofsahræðslu eða neitt slíkt í þessari vél. Það var aldrei þannig ástand í vélinni að manni liði eins og maður væri að hrapa. En þetta var vissulega hraðari lending en ég hef átt að venjast hingað til. En samt sem áður mýkri en margar lendingar sem ég hef átt á Keflavíkurflugvelli sökum veðurs.“Köld kveðja Icelandair til Svisslendinga Þó að lendingin hafi gengið vel segir Þórhildur Sunna að upplýsingagjöf Icelandair til farþega hafi verið ábótavant. Engar upplýsingar um næstu skref hafi fengist við komu í flugstöðina eftir lendingu og farþegar þurft að bíða talsvert eftir því að vera upplýstir. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Sérstaklega gagnvart útlendingunum í fluginu sem kannski þekkja ekki til staðarhátta hér og vita ekki nákvæmlega til hvers var ætlast af þeim, að það væri enginn sem tæki á móti okkur þegar við komum inn í flugstöðina til þess að upplýsa okkur um næstu skref. Mér fannst það óásættanlegt, sérstaklega gagnvart okkar vinum Svisslendingum sem voru á leiðinni heim eftir ferð á Íslandi. Mér fannst það heldur köld kveðja frá Icelandair til þeirra.“ Gert er ráð fyrir að ný vél fljúgi með strandaglópana klukkan 11:25. Þórhildur Sunna gerir því ráð fyrir að komast til Zürich í tæka tíð fyrir framkvæmdarstjórnarfund Evrópuráðsþingsins á morgun, þar sem hún mætir sem formaður laga- og mannréttindanefndar þingsins.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur vegna bilunar Farþegaþotu Icelandair var snúið við á leið frá Keflavík til borgarinnar Zurich í Sviss í morgun. 2. september 2019 09:18
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði