Ógnvekjandi framtíð Las Vegas á tímum hamfarahlýnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 14:00 Heimilislaus maður í Las Vegas sést hér fyrir framan apótek í borginni í vor. Heimilislausir eru sá hópur í borginni sem er í hvað mestri hættu vegna síhækkandi hitastigs. vísir/getty Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira