Novator og Hilmar fjárfesta í bresku tölvuleikjafyrirtæki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 4. september 2019 07:45 Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fréttablaðið/GVA Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira