Vesturíslensk listsýning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 10:00 JoAnne, Inga, Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada, og Mabel við opnun sýningarinnar. Verk Ingu í baksýn. Myndir/Sendiráð Kanada, Bergljót Bára Klippimyndir úr blómum og öðrum fyrirbærum úr náttúrunni, jafnvel brot úr lituðu gleri, leir eða handmáluðu postulíni, einkenna verk Mabel Sigurdson Tinguely. Hún er ein þriggja listakvenna úr Vesturheimi sem sýna verk sín í Spönginni í Grafarvogi. Mabel hefur haldið einkasýningar í Kanada og Evrópu og nokkur verk hennar eru í eigu Manitobafylkis. Mörg verka JoAnne Johannson Gullachsen byggja á bernskuminningum hennar um einfalt fjölskyldulíf í sveitinni. Hún segir kennara sína í grunnskóla hafa lagt mikla áherslu á listir og sjálf hefur hún starfað sem kennari. JoAnne hefur sýnt á listasöfnum í Manitoba og Alberta og mörg verka hennar eru í einka-og almenningseigu í Kanada. Þær Mabel og JoAnne eru báðar fæddar og uppaldar í Gimli í Manitoba, en sú þriðja, Inga Torfadóttir, grafíker og leirkerasmiður, er fædd og uppalin hér á landi og var í Myndlista- og Handíðaskólanum. „Ég flutti út með manninum mínum árið 1976 og var önnum kafin í fyrstu við að ala upp börnin. Svo fór ég að sinna keramikvinnslu, rak gallerí með öðrum og byrjaði í grafík árið 2000,“ segir Inga sem fæst við kennslu bæði í keramik og grafík og hefur sýnt og selt verk sín víða. Inga kveðst hafa kynnst Mabel og JoAnne fyrst nú í Íslandsferðinni og ekki vera í sérstöku sambandi við Vestur-Íslendinga ytra eftir að dró úr komu unga fólksins sem Haraldur Bessason leiddi í háskólann í Manitoba. „En ég á sumarbústað á Gimli þar sem Íslendingar settust fyrst að, það er voða sjarmerandi þorp.“ Sýningin stendur til 17. september. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Klippimyndir úr blómum og öðrum fyrirbærum úr náttúrunni, jafnvel brot úr lituðu gleri, leir eða handmáluðu postulíni, einkenna verk Mabel Sigurdson Tinguely. Hún er ein þriggja listakvenna úr Vesturheimi sem sýna verk sín í Spönginni í Grafarvogi. Mabel hefur haldið einkasýningar í Kanada og Evrópu og nokkur verk hennar eru í eigu Manitobafylkis. Mörg verka JoAnne Johannson Gullachsen byggja á bernskuminningum hennar um einfalt fjölskyldulíf í sveitinni. Hún segir kennara sína í grunnskóla hafa lagt mikla áherslu á listir og sjálf hefur hún starfað sem kennari. JoAnne hefur sýnt á listasöfnum í Manitoba og Alberta og mörg verka hennar eru í einka-og almenningseigu í Kanada. Þær Mabel og JoAnne eru báðar fæddar og uppaldar í Gimli í Manitoba, en sú þriðja, Inga Torfadóttir, grafíker og leirkerasmiður, er fædd og uppalin hér á landi og var í Myndlista- og Handíðaskólanum. „Ég flutti út með manninum mínum árið 1976 og var önnum kafin í fyrstu við að ala upp börnin. Svo fór ég að sinna keramikvinnslu, rak gallerí með öðrum og byrjaði í grafík árið 2000,“ segir Inga sem fæst við kennslu bæði í keramik og grafík og hefur sýnt og selt verk sín víða. Inga kveðst hafa kynnst Mabel og JoAnne fyrst nú í Íslandsferðinni og ekki vera í sérstöku sambandi við Vestur-Íslendinga ytra eftir að dró úr komu unga fólksins sem Haraldur Bessason leiddi í háskólann í Manitoba. „En ég á sumarbústað á Gimli þar sem Íslendingar settust fyrst að, það er voða sjarmerandi þorp.“ Sýningin stendur til 17. september.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira