Neyðarástand í loftslagsmálum er staðreynd Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 12:00 Bréf leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, þar sem hann hvatti forsætisráðherra Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum, hefur vakið mikla athygli. Ekki að furða, vísindafólk hefur bent á að afleiðingar hlýnunar loftlags séu að koma fyrr fram en spáð hafði verið. Yfirstandandi sumar í Evrópu er eitt það heitasta sem mælst hefur, hitamet hafa fallið á Indlandi og víðar, í sumar höfum við séð hraðari bráðnun jökla á Grænlandi og í Himalajafjöllum en gert var ráð fyrir, skógareldar hafa geisað og flóð orðið vegna bráðnunar íss og jökla. Íbúar hafa hrakist frá heimilum sínum á Kanaríeyjum, í Pakistan og þurrkar á Sahara-svæðinu eru farnir að hafa áhrif á för flóttafólks. En af hverju að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum? Er ekki nóg að tala nógu oft um loftlagsmálin og vinna að aðgerðum sem eiga að koma til framkvæmda á næstu áratugum ? Ekki alveg. Carla Denyer, borgarfulltrúi Græningja í Bristol í Bretlandi var fyrsti kjörni fulltrúinn til að setja fram hugmyndina um að borgir eða landsvæði gætu lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Í nóvember sl. samþykkti borgarstjórn Bristol tillögu hennar um að borgin - sem telur fleiri íbúa en Ísland - viðurkenni neyðarástandið og skuldbindi sig til þess að ráðast í róttækari aðgerðir en áður var ákveðið, t.d. að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030. Aðrar borgir og landsvæði á Bretlandseyjum fylgdu í humátt á eftir Bristol og nú hefur breska þingið lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga sem og skoska, írska og velska þingið. Fleiri borgir, svæði og önnur lönd hafa fylgt í kjölfarið. Sum hafa verið ringluð og spurt hvort það breyti einhverju að lönd, borgir og þing lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auðvitað þýðir það að miklu meiri áhersla, þungi og alvarleiki verður sett á málið og að allir viðkomandi aðilar skuldbindi sig til róttækari aðgerða en fyrirhugað var. En er neyðarástand hér á Íslandi? Já. Því það hlýtur að teljast neyðarástand þegar jöklar á borð við Ok og Svínafellsjökull hverfa eða minnka á methraða, landris sem rekja má til hækkunar sjávarmáls er á leið að umbylta hafnarlægi líkt og á Höfn í Hornafirði, dýrategundir kollvarpa lífsháttum sínum og útblástur á hvern íbúa er hæstur á Íslandi af öllum Evrópulöndum. Undir þetta taka fjölmennustu umhverfissamtök landsins, Landvernd og formaður Loftslagsráðs. Yfirlýsing um neyðarástand skilar ekki árangri ein og sér – heldur hvaða aðgerða verður gripið til í kjölfarið. Fylgi róttækar ákvarðanir slíkum yfirlýsingum, er von á breytingum. Loftslagsmálin eru loksins komin á dagskrá stjórnmálanna, fyrsti áfangi aðgerðaráætlunar er kominn til framkvæmda og von er á uppfærðri aðgerðaáætlun. En til að takast á við neyðarástandið sem ríkir í loftslaginu, verður að gera enn meira. Víðtækt samráð og samvinna við önnur Norðurlönd eins og ákveðið var á fundi norrænna forsætisráðherra er mjög gott og nauðsynlegt skref. En við Íslendingar þurfum sjálf að taka stærri skref en við höfum gert. Við þurfum sannarlega að efla metnaðinn í loftlagsmálum eins og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir undirritun norrænu viljayfirlýsingarinnar. Við Íslendingar þurfum að taka föstum tökum á útblæstri frá stóriðju og flugi, setja almenningssamgöngur í mestan forgang í samgöngumálum og setja meira fjármagn hraðar í Borgarlínu, þora að leggja á græna skatta, mæla allar framkvæmdir og áætlanir hins opinbera út frá útblæstri og loftlagsmálunum, úthýsa þeim og því sem mengar, sleppa því að virkja á viðkvæmum náttúrusvæðum eða eyðileggja land fyrir stóriðju. Við megum nefnilega engan tíma missa.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Bréf leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, þar sem hann hvatti forsætisráðherra Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum, hefur vakið mikla athygli. Ekki að furða, vísindafólk hefur bent á að afleiðingar hlýnunar loftlags séu að koma fyrr fram en spáð hafði verið. Yfirstandandi sumar í Evrópu er eitt það heitasta sem mælst hefur, hitamet hafa fallið á Indlandi og víðar, í sumar höfum við séð hraðari bráðnun jökla á Grænlandi og í Himalajafjöllum en gert var ráð fyrir, skógareldar hafa geisað og flóð orðið vegna bráðnunar íss og jökla. Íbúar hafa hrakist frá heimilum sínum á Kanaríeyjum, í Pakistan og þurrkar á Sahara-svæðinu eru farnir að hafa áhrif á för flóttafólks. En af hverju að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum? Er ekki nóg að tala nógu oft um loftlagsmálin og vinna að aðgerðum sem eiga að koma til framkvæmda á næstu áratugum ? Ekki alveg. Carla Denyer, borgarfulltrúi Græningja í Bristol í Bretlandi var fyrsti kjörni fulltrúinn til að setja fram hugmyndina um að borgir eða landsvæði gætu lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Í nóvember sl. samþykkti borgarstjórn Bristol tillögu hennar um að borgin - sem telur fleiri íbúa en Ísland - viðurkenni neyðarástandið og skuldbindi sig til þess að ráðast í róttækari aðgerðir en áður var ákveðið, t.d. að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030. Aðrar borgir og landsvæði á Bretlandseyjum fylgdu í humátt á eftir Bristol og nú hefur breska þingið lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga sem og skoska, írska og velska þingið. Fleiri borgir, svæði og önnur lönd hafa fylgt í kjölfarið. Sum hafa verið ringluð og spurt hvort það breyti einhverju að lönd, borgir og þing lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auðvitað þýðir það að miklu meiri áhersla, þungi og alvarleiki verður sett á málið og að allir viðkomandi aðilar skuldbindi sig til róttækari aðgerða en fyrirhugað var. En er neyðarástand hér á Íslandi? Já. Því það hlýtur að teljast neyðarástand þegar jöklar á borð við Ok og Svínafellsjökull hverfa eða minnka á methraða, landris sem rekja má til hækkunar sjávarmáls er á leið að umbylta hafnarlægi líkt og á Höfn í Hornafirði, dýrategundir kollvarpa lífsháttum sínum og útblástur á hvern íbúa er hæstur á Íslandi af öllum Evrópulöndum. Undir þetta taka fjölmennustu umhverfissamtök landsins, Landvernd og formaður Loftslagsráðs. Yfirlýsing um neyðarástand skilar ekki árangri ein og sér – heldur hvaða aðgerða verður gripið til í kjölfarið. Fylgi róttækar ákvarðanir slíkum yfirlýsingum, er von á breytingum. Loftslagsmálin eru loksins komin á dagskrá stjórnmálanna, fyrsti áfangi aðgerðaráætlunar er kominn til framkvæmda og von er á uppfærðri aðgerðaáætlun. En til að takast á við neyðarástandið sem ríkir í loftslaginu, verður að gera enn meira. Víðtækt samráð og samvinna við önnur Norðurlönd eins og ákveðið var á fundi norrænna forsætisráðherra er mjög gott og nauðsynlegt skref. En við Íslendingar þurfum sjálf að taka stærri skref en við höfum gert. Við þurfum sannarlega að efla metnaðinn í loftlagsmálum eins og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir undirritun norrænu viljayfirlýsingarinnar. Við Íslendingar þurfum að taka föstum tökum á útblæstri frá stóriðju og flugi, setja almenningssamgöngur í mestan forgang í samgöngumálum og setja meira fjármagn hraðar í Borgarlínu, þora að leggja á græna skatta, mæla allar framkvæmdir og áætlanir hins opinbera út frá útblæstri og loftlagsmálunum, úthýsa þeim og því sem mengar, sleppa því að virkja á viðkvæmum náttúrusvæðum eða eyðileggja land fyrir stóriðju. Við megum nefnilega engan tíma missa.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun