Norðmenn verði augu og eyru NATO í norðri, ekki Bandaríkin Kristján Már Unnarsson skrifar 21. ágúst 2019 22:37 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í Viðey í gær. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Við rifjuðum upp með Ernu Solberg í Viðey í gær þau sameiginlegu tengsl sem Noregur og Ísland ættu við Grænland allt frá tímum Eiríks rauða og, - áður en fréttist af ákvörðun Trumps í nótt um að aflýsa Danmerkurheimsókn, - spurðum við hvað forsætisráðherra Noregs þætti um áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland.Erna Solberg í viðtali við Stöð 2 að loknum fundi leiðtoga Norðurlandanna með kanslara Þýskalands í Viðey.Mynd/Egill Aðalsteinsson.„Það verður að virða það að Grænland hefur sjálfsákvörðunarrétt og það er Danmörk sem hefur lögsögu í landinu. Það er ekkert land sem gefur frá sér yfirráð með þessum hætti. Það hefðum við ekki gert, ef við værum í þessari stöðu,“ svarar Erna og minnir á að í Kílarsamningnum 1814 eftir Napóleonsstríðið lentu bæði Færeyjar og Grænland undir yfirráðum Danmerkur í stað þess að fylgja Noregi, sem var móðurlandið. En er í raun ekki alvarlegri undirtónn í ósk Bandaríkjaforseta sem felur í sér meiri spennu á norðurslóðum?Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland í viðtali í fyrradag.Mynd/AP.Erna Solberg segir Norðmenn leggja höfuðáherslu á að halda spennu í lágmarki á þessu svæði. Samráðsvettvangur norðurslóða eigi að vera í Norðurskautsráðinu á borgaralegum grunni fyrst og fremst, þar eigi að leita lausna í góðri samvinnu. „Rússar hafa aukið starfsemi sína á svæðinu á milli Noregs og Íslands en ég er þeirrar skoðunar að það sé Noregur sem eigi að vera augu og eyru NATO í norðri. En ekki Bandaríkjamenn eða Bretar eða aðrar þjóðir, heldur fyrst og fremst Noregur,“ segir forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Grænland NATO Norðurslóðir Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Við rifjuðum upp með Ernu Solberg í Viðey í gær þau sameiginlegu tengsl sem Noregur og Ísland ættu við Grænland allt frá tímum Eiríks rauða og, - áður en fréttist af ákvörðun Trumps í nótt um að aflýsa Danmerkurheimsókn, - spurðum við hvað forsætisráðherra Noregs þætti um áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland.Erna Solberg í viðtali við Stöð 2 að loknum fundi leiðtoga Norðurlandanna með kanslara Þýskalands í Viðey.Mynd/Egill Aðalsteinsson.„Það verður að virða það að Grænland hefur sjálfsákvörðunarrétt og það er Danmörk sem hefur lögsögu í landinu. Það er ekkert land sem gefur frá sér yfirráð með þessum hætti. Það hefðum við ekki gert, ef við værum í þessari stöðu,“ svarar Erna og minnir á að í Kílarsamningnum 1814 eftir Napóleonsstríðið lentu bæði Færeyjar og Grænland undir yfirráðum Danmerkur í stað þess að fylgja Noregi, sem var móðurlandið. En er í raun ekki alvarlegri undirtónn í ósk Bandaríkjaforseta sem felur í sér meiri spennu á norðurslóðum?Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland í viðtali í fyrradag.Mynd/AP.Erna Solberg segir Norðmenn leggja höfuðáherslu á að halda spennu í lágmarki á þessu svæði. Samráðsvettvangur norðurslóða eigi að vera í Norðurskautsráðinu á borgaralegum grunni fyrst og fremst, þar eigi að leita lausna í góðri samvinnu. „Rússar hafa aukið starfsemi sína á svæðinu á milli Noregs og Íslands en ég er þeirrar skoðunar að það sé Noregur sem eigi að vera augu og eyru NATO í norðri. En ekki Bandaríkjamenn eða Bretar eða aðrar þjóðir, heldur fyrst og fremst Noregur,“ segir forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Grænland NATO Norðurslóðir Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent