Ásýndin mikilvægari en aðgengi hreyfihamlaðra? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 27. ágúst 2019 07:30 Ný umferðarlög hafa litið dagsins ljós. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, aka og leggja á göngugötum. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, hefur nýlega tjáð sig um þetta ákvæði í fjölmiðlum og lýst undrun yfir að ekki var leitað eftir sjónarmiðum borgarinnar um frumvarpið. Afstaða Pawels og skýr andstaða hans við ákvæðið vekja upp áhyggjur hvort borgarmeirihlutinn ætli e.t.v. að hunsa það og þar með brjóta lög. Pawel gengur svo langt að segja að löggjafinn hafi verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Það er nokkuð alvarlegt þegar Pawel Bartoszek, kjörinn fulltrúi, segir að löggjafinn „sé á villigötum“. Pawel hefur áhyggjur af ásýnd göngugatna en tjáir sig hins vegar ekkert um þarfir fatlaðs fólks í umferðinni og mikilvægi þess að auðvelda aðgengi þess að göngugötum. Ég spyr, finnst Pawel ásýndin mikilvægari en aðgengi hreyfihamlaðra í umferðinni? Ekki er annað hægt en að vera fegin að meirihlutinn í borgarstjórn komst ekki með klærnar í frumvarpið á meðan það var í meðförum þingsins. Af orðum Pawels í fréttum má ráða að meirihlutinn í borgarstjórn hafi lagt allt kapp á að koma þessu ákvæði út til að heildarásýnd göngugatna geti nú verið falleg. Pawel Bartoszek virðist undrandi á að þetta skyldi samþykkt og segir að „í frumvarpinu sjálfu var aðeins talað um að ferðaþjónusta fatlaðs fólks fengi mögulega þessa heimild“. Nú velta margir fyrir sér hvernig skipulagsyfirvöld í borginni ætla að snúa sig út úr þessu í ljósi andstöðu þeirra gegn akstri einkabílsins í miðbænum hvernig svo sem hann er knúinn eða hvort sem bílstjórinn er fatlaður eða ófatlaður. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur því lagt fram fyrirspurn í borgarráði um hvort hafinn sé undirbúningur að því að heimila P-merktum bílum að aka um og leggja í göngugötur. Lögin taka gildi um næstu áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Umferðaröryggi Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ný umferðarlög hafa litið dagsins ljós. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, aka og leggja á göngugötum. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, hefur nýlega tjáð sig um þetta ákvæði í fjölmiðlum og lýst undrun yfir að ekki var leitað eftir sjónarmiðum borgarinnar um frumvarpið. Afstaða Pawels og skýr andstaða hans við ákvæðið vekja upp áhyggjur hvort borgarmeirihlutinn ætli e.t.v. að hunsa það og þar með brjóta lög. Pawel gengur svo langt að segja að löggjafinn hafi verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Það er nokkuð alvarlegt þegar Pawel Bartoszek, kjörinn fulltrúi, segir að löggjafinn „sé á villigötum“. Pawel hefur áhyggjur af ásýnd göngugatna en tjáir sig hins vegar ekkert um þarfir fatlaðs fólks í umferðinni og mikilvægi þess að auðvelda aðgengi þess að göngugötum. Ég spyr, finnst Pawel ásýndin mikilvægari en aðgengi hreyfihamlaðra í umferðinni? Ekki er annað hægt en að vera fegin að meirihlutinn í borgarstjórn komst ekki með klærnar í frumvarpið á meðan það var í meðförum þingsins. Af orðum Pawels í fréttum má ráða að meirihlutinn í borgarstjórn hafi lagt allt kapp á að koma þessu ákvæði út til að heildarásýnd göngugatna geti nú verið falleg. Pawel Bartoszek virðist undrandi á að þetta skyldi samþykkt og segir að „í frumvarpinu sjálfu var aðeins talað um að ferðaþjónusta fatlaðs fólks fengi mögulega þessa heimild“. Nú velta margir fyrir sér hvernig skipulagsyfirvöld í borginni ætla að snúa sig út úr þessu í ljósi andstöðu þeirra gegn akstri einkabílsins í miðbænum hvernig svo sem hann er knúinn eða hvort sem bílstjórinn er fatlaður eða ófatlaður. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur því lagt fram fyrirspurn í borgarráði um hvort hafinn sé undirbúningur að því að heimila P-merktum bílum að aka um og leggja í göngugötur. Lögin taka gildi um næstu áramót.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar